fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2025 19:16

Joel Le Scouarnec

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskt samfélag nötrar nú, enn á ný, vegna réttarhalda yfir meltingarlækningum Joel Le Scouarnec sem sakaður er um að hafa níðst á börnum yfir 25 ára skeið. Alls eru meint fórnarlömb Le Scouarnec 299 talsins og sögð tengjast um 10 frönskum spítölum og sjúkrastofum á árunum 1986 til 2014. Enn fleiri fórnarlömb vildu að mál sín yrðu sótt en þau mál reyndust fyrnd. Fyrningarfrestur slíkra mála er 30 ár í Frakklandi.

Réttarhöldin koma beint í kjölfar umfangsmikilla réttarhalda yfir níðingnum Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni og misnotaði hana um margra ára skeið ásamt hópi annarra manna. Þau reyndust Frökkum þungbær og beint í kjölfarið koma síðan réttarhöldin yfir níðingnum Le Scouarnec, sem er stærsta barnaníðingsmálið í sögu landsins.

Læknirinn, sem er 74 ára gamall, hefur þó áður verið dæmdur fyrir sambærilega glæpi. Hann afplánar nú þegar 15 ára dóm, sem hann hlaut  fyrir að misnota barn nágranna síns árið 2020. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir varðveislu barnaníðsefnis árið 2005 en fékk engu síður að starfa áfram innan um börn í kjölfarið.

Dagbækur Le Scouarnec, sem hann hóf að skrifa árið 1990, eru mikilvæg sönnunargögn í málinu. Í þeim fjallar hann um myrkraverk sín, játar barnagirnd sína og lýsir yfir ást sinni á fórnarlömbunum. Verjendur hans segja þó dagbækurnar ekki sanna neitt, þær lýsir draumórum hans en ekki raunverulegum glæpum.

Frakkar spyrja sig hvernig það megi vera að Le Scouarnec hafi fengið að níðast óáreittur á börnum í öll þessu ár. Þeim spurningum verður líklega svarað í réttarhöldunum sem talið er að muni standa yfir í fjóra mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu