fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 13:30

Arna Engilbertsdóttir Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fæ svolítið hressilega flensu og fæ vírus í gegnum hana, ef svo má segja,“

segir Arna Engilbertsdóttir sem fékk aðeins 11 ára gömul taugasjúkdóminn Gullian-Barré, sem er tímabundinn lömunarsjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á eigið úttaugakerfi.

Í viðtali við Sigurlaugu Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1 lýsir Arna því sem við tók, mikil og löng spítalavera þar sem hún bjó á barnaspítalanum, tímabil sem Arna segist þó ekki muna vel. Tímabilið sé í dag eins og að horfa á fjarstæðukennda bíómynd sem henni finnst skrítið að sé líf hennar.

Lamaðist frá hálsi

Arna lamaðist alveg frá hálsi og gat sig hvergi hreyft. Fyrstu einkenni eru oft skyndilegt máttleysi og doði í útlimum. Arna segist muna eftir miklum doða í tungunni og svo missti hún algjörlega máttinn á tveimur sólarhringum. „Margir sem fá Guillian-Barré fá pínu doða hægra eða vinstra megin í líkamann. Þetta er ekki alltaf svona alvarlegt. Hún segist muna þegar hún var að veikjast. „Þetta er mjög sérstök tilfinning en þegar þú ert svona rosalega veikur þá ertu með svolitlu óráði.“

Í fyrstu töldu læknarnir að hún gæti verið með heilahimnubólgu en hið sanna kom tiltölulega hratt í ljóst í rannsóknum á mænuvökva og öðru. „Stór vísbending er að einstaklingurinn er lamaður.“

Langt bataferli

Bataferlið var langt og Arna margar vikur að ná sér. „Það byrjar á því að þú getur aðeins byrjað að hreyfa hendurnar og fæturna. Þarft að læra að labba upp á nýtt og allt þetta, skref fyrir skref. Það er ekkert þrek, það þarf að byggja það allt upp en það er rosalega gaman að finna að nú er þetta að gerast. En það tekur sinn tíma líka. Þolinmæði er lykilatriði.“

Hélt margoft að hún væri að deyja

Margoft hélt Arna að hún væri að deyja. „Það var alveg oft. Oft. Á sama tíma og þetta er mjög skrítin upplifun heilt yfir þá verður dauðinn líka mjög eðlilegur hluti af lífinu. Það er svo stutt á milli en á sama tíma er líkaminn svo ofboðslega sterkur. Það þarf svo mikið að ganga á til að hann gefist upp.“

Vann úr áfallinu

Arna var í mörg ár haldin ótta um að veikjast aftur, en hún hefur á fullorðinsárum unnið úr áfallinu sem veikindin voru og segir hún nánar frá því í viðtalinu.

Í fyrra gaf hún út sína fyrstu bók, matreiðslubókina Fræ sem hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Arna segir að þegar hím fær skýra sýn á eitthvað sem hún vill gera verður hún að hlýða, þannig komist hún í gegnum lífsins baráttu.

„Þetta er klárlega eitthvað sem ég fékk í staðinn fyrir margt sem maður kannski missti. Þegar maður er milli tveggja vídda að einhverju leyti. Maður fær gjafir líka, þetta er ekki bara sorg eða sársauki.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu