fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

250 manns eiga inni vinning hjá Happdrætti Háskóla Íslands sem ekki hefur verið hægt að greiða út. Ekki er um neina smápeninga að ræða því alls eiga þessir einstaklingar inni fimm milljónir króna hjá Happdrættinu.

Í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands kemur fram að í hverjum mánuði séu vinningshafar um 3.000 talsins og er heildarupphæð vinninga að meðaltali vel yfir 100 milljónir króna.

En til að hægt sé að greiða út vinninga þurfa bankaupplýsingar miðaeiganda að vera réttar, en því miður er það ekki alltaf svo.

„Á hverju ári safnast saman vinningar sem ekki næst að greiða út, sérstaklega þegar einnig vantar aðrar grunnupplýsingar, svo sem netfang eða símanúmer. Í dag eru 250 vinningshafar sem eiga samtals 5.000.000 kr. inni hjá Happdrættinu. Happdrættið leitar að Jóhanni, Köru, Kristófer, Fjólu, Rannveigu, Halldóru, Guðrúnu, Kolfinnu, Maríu, Trausta, Höllu, Lilju, Ólafi, Hörpu, Önnu, Gerði, Ingu og Láru og hinum 233 vinningshöfunum.”

Í tilkynningunni kemur fram að besta leiðin fyrir miðaeigendur til að kanna hvort þeir tilheyri þessum hópi sé að skrá sig inn á smáforritið Happið eða mínar síður á www.hhi.is, fara yfir upplýsingarnar og skoða hvort vinningur hafi komið á miðann þeirra.

Þar er líka hægt að uppfæra upplýsingar og skoða miðana sem viðkomandi á auk vinningasögu.

„Happdrætti Háskólans gerir sitt besta til að hafa upp á öllum þeim sem hljóta vinninga enda er stuðningur miðaeiganda við uppbyggingu Háskóla Íslands ómetanlegur,“ segir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós