fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Smáskjálftavirkni við Sundhnúka virðist fara vaxandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 08:33

Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smáskjálftavirkni við Sundhnúka virðist nú fara vaxandi, að því er fram kemur í færslu sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Afar lítil virkni hefur verið á þessum slóðum frá lokum síðasta eldgoss, en þó hafa af og til mælst örsmáir skjálftar. Meðfylgjandi mynd sýnir virknina síðustu vikuna. Stærstu skjálftarnir eru að mælast á bilinu 1-1,5 að stærð,” segir í færslunni og bent á að fjórir af þessum skjálftum hafi orðið í nótt.

Þá segir í færslunni að segja megi að þetta sé mesta virknin frá lokum síðasta eldgoss í byrjun desember.

„Slæmt veður síðustu daga hefur þó haft áhrif á næmni mælakerfisins og því má gera ráð fyrir að fleiri skjálftar hafi orði en þeir sem skráðir eru,” segir enn fremur.

Veðurstofan greindi frá því á dögunum að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Þann 31. janúar síðastliðinn var magn kviku undir Svartsengi komið að neðri mörkum þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi.

„Ef horft er til síðustu eldgosa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni hafa þau byrjað allt frá þremur dögum upp í fjórar vikur eftir að neðri mörkum er náð. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu