fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

„Á morgun er vetrarkyrrðin búin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 07:30

Það verður ekkert sérstakt veður í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má gera ráð fyrir fallegu vetrarveðri í dag og verður víðast hvar léttskýjað á landinu en heldur kalt í veðri. Segir Veðurstofa Íslands að gera megi ráð fyrir frosti á bilinu 3 til 15 stig.

„Á morgun er vetrarkyrrðin búin, því þá gera spár ráð fyrir að gangi í suðaustan hvassviðri með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Hiti 0 til 5 stig eftir hádegi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en á norðaustanverðu landinu verður hægari vindur, þurrt fram á kvöld og hlýnar smám saman á þeim slóðum.

Annað kvöld verður mun hægari vindur og úrkomulítið á vestanverðu landinu annað kvöld, að sögn veðurfræðings.

„Seinnipartinn á föstudag er síðan útlit fyrir að gangi í sunnan storm með rigningu og hlýindum,“ segir í spá Veðurstofunnar en veðurhorfur næstu daga má sjá hér að neðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, annars snjókomu. Hiti 0 til 5 stig seinnipartinn. Hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi þangað til síðdegis og hlýnar smám saman. Snýst í vestan 8-15 á vestanverðu landinu undir kvöld með éljum og kólnar.

Á föstudag:
Vaxandi sunnan- og suðaustanátt, 18-25 undir kvöld og rigning, en þurrt norðaustanlands. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Hvöss sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands eftir hádegi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Sunnan strekkingur og skúrir eða él, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Hvessir líklega verulega seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýnar.

Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin suðvestanátt með éljum, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Kólnandi veður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga