fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2025 18:00

Verslun Pennans-Eymundsson á Akureyri. Móðurfélagið hefur fengið leyfi til að reka matvöruverslun í þremur verslunum í sinni eigu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur samþykkti á afgreiðslufundi sínum fyrr í þessum mánuði að veita Pennanum ehf., sem rekur bóka- og ritfangaverslanir um allt land undir merkjum Pennans-Eymundsson, starfsleyfi til að reka þrjár matvöruverslanir í miðborg Reykjavíkur. Ná starfsleyfin yfir rekstur matvöruverslana með forpökkuð matvæli.

Öll starfsleyfin þrjú eru ótímabundin.

Verslanirnar verða í fyrsta lagi til húsa að Bankastræti 2 en í því húsi hefur fyrirtækið rekið verslunina Islandia þar sem seldar hafa verið vörur sem sniðnar hafa verið að erlendum ferðamönnum, til að mynda minjagripir og landakort. Munu þá matvælin væntanlega bætast við úrvalið.

Í öðru lagi mun fyrirtækið selja forpökkuð matvæli að Hafnarstræti 5 í versluninni The Viking sem eins og Islandia er sérsniðin að þörfum ferðamanna.

Í þriðja lagi mun fyrirtækið bæta forpökkuðum matvælum við úrvalið í verslun The Viking að Skólavörðustíg 25.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur