fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 09:30

Mynd sem Úkraínumenn birtu af norður-kóreskum hermanni á vígstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóreskir hermenn eru beittir þrýstingi til að taka eigið líf frekar en að vera teknir til fanga af úkraínskum hermönnum.

Þetta sagði Lee Seong-kweun, suðurkóreskur þingmaður, eftir fund með leyniþjónustu landsins en hún fylgist grannt með norðurkóresku hermönnunum sem berjast með Rússum gegn Úkraínu.

Hafa norðurkóresku hermennirnir fengið fyrirmæli um að svipta sig lífi ef þeir standa frammi fyrir því að falla í hendur Úkraínumanna.

Þingmaðurinn sagði að skjöl, sem hafa fundist á föllnum norðurkóreskum hermönnum, sýni að norðurkóresk yfirvöld hafi beitt þá þrýstingi til að taka eigið líf frekar en að vera teknir höndum.

Hann sagði að um 300 norðurkóreskir hermenn hafi fallið í stríðinu og að um 2.700 hafi særst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK