fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Sveitarstjórinn fengið nóg: „Öm­ur­leg birt­ing­ar­mynd yfir þjón­ustu­stigið sem íbúum er boðið upp á”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 10:00

Einar Freyr Elínarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir það vera orðið tímabært að alþingismenn einbeiti sér að því sem á að vera kjarnastarfsemi ríkisins.

Einar skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gerir heilbrigðisþjónustuna á Suðurlandi meðal annars að umtalsefni sem margir hafi tjáð sig um að undanförnu.

„Eðli­lega sætta íbú­ar á Suður­landi sig ekki við að lækn­is­laust sé í sam­fé­lög­um sem eru í örum vexti og hafa verið í mörg ár. Að ómögu­legt sé að úr­sk­urða mann lát­inn á hjúkr­un­ar­heim­ili er öm­ur­leg birt­ing­ar­mynd yfir þjón­ustu­stigið sem íbú­um er boðið upp á,“ segir hann.

Sjá einnig: Afi Bjarka lést á Hvolsvelli á aðfangadag – Þurfti að liggja látinn heila nótt í vindkældu herbergi því ekki náðist í lækni

Einar segir að þrátt fyr­ir ít­rekaðar áskor­an­ir hafi lítið verið brugðist við af hálfu rík­is­ins eða stofn­ana þess. Eng­in framtíðar­sýn virðist vera um hvernig eigi að byggja þjón­ust­una upp þannig að sam­fé­lög geti haldið áfram að vaxa.

„Lít­ill skiln­ing­ur virðist vera á mik­il­vægi þess að tryggja ör­ygg­is­til­finn­ingu íbúa né held­ur að full­trú­ar rík­is­ins finni til ábyrgðar gagn­vart sín­um hlut í því verk­efni. For­gangs­röðun fjár­muna rík­is­ins er aug­ljós­lega röng og það er þeirra sem fara með fjár­veit­ing­ar­valdið að breyta henni,“ segir hann og bendir á að hvorki hafi gengið að byggja upp heilbrigðisþjónustu né löggæslu á Suðurlandi og mikið skorti á að fjárfest sé í samgönguinnviðum. Allt séu þetta þættir sem hafi mikil áhrif á atvinnuþróun, búsetuskilyrði og öryggistilfinningu íbúa.

„Of mik­il miðstýr­ing þjón­ustu af hálfu rík­is­ins hef­ur dregið mjög úr tæki­fær­um nærsam­fé­laga til að hafa áhrif á hana. Sveit­ar­fé­lög hafa þannig litla sem enga beina aðkomu að stefnu­mót­un fyr­ir þjón­ustu, svo sem heil­brigðisþjón­ustu eða lög­gæslu, þó að hvoru tveggja séu gríðar­mik­il hags­muna­mál nærsam­fé­lags­ins. Þró­un­in hef­ur verið slæm og það er ekk­ert sem seg­ir okk­ur að það sé að fara að breyt­ast nema um það verði tek­in póli­tísk ákvörðun,“ segir hann.

Einar segir að nú sé nóg komið af fjárhagslega íþyngjandi og illa útfærðum verkefnum sem innleidd eru í fljótfærni. Nefnir hann jafnlaunavottun sem dæmi um slíkt. Þegar verk­efn­in séu of mörg til að hægt sé að sinna þeim vel þurfi oft að for­gangsraða því hvað á að gera og hverju eigi að sleppa eða fresta.

„Þetta á ekki að þurfa að snú­ast um getu rík­is­ins, hún er til staðar ef menn for­gangsraða rétt. En á meðan engu er breytt er það ígildi yf­ir­lýs­ing­ar um að ríkið skorti all­an vilja til þess að tryggja íbú­um þá grunnþjón­ustu sem þeir eiga rétt á,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný