fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frábært atriði en er samt hugsi yfir „fullkomnu fæðingunni“,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um atriði sem sýnt var í sketsaþættinum Draumahöllin á Stöð 2 á dögunum.

Í þáttunum fara þau Steindi Jr. og Saga Garðarsdóttir með aðalhlutverkin en í umræddu atriði var fylgst með fæðingu á fæðingardeild Landspítalans.

Steindi Jr. brá sér þar í hlutverk hins ábyrgðarfulla maka sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að uppfylla strangar kröfur hinnar verðandi móður um fullkomna fæðingu. Biður hún til dæmis um að fá sjálfan Sigurstein Másson til að lesa upp Sönn íslensk sakamál fyrir hana svo fátt eitt sé nefnt. Atriðið má sjá hér að neðan.

Unnur dregur ekki fjöður yfir það að atriðið hafi verið frábært en hún er samt hugsi yfir hinni fullkominni fæðingu.

„Hvað er fullkomin fæðing ?  Áður fyrr var það heilbrigð kona heilbrigt barn. Núna er þetta orðið svo flókið og væntingar oft ekki alveg raunhæfar. Hér vantaði td Lavenderspýturnar til að fullkomna fæðinguna,“ segir Unnur í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Er ekki málið að ofhugsa ekki hlutina, vera búin að kynna sér hvað er í boði, treysta á sig og sinn líkama og njóta þess að vera í mikilvægasta verkefni lífs síns. Taka því sem á höndum ber og vinna sem best úr því í núinu,“ spyr hún.

Að hennar mati er ekkert eins merkilegt og stórt í lífinu og það að eignast börnin okkar.

„En að allt sé ,,fullkomið í fæðingunni” er óþarfa og óraunhæf pressa. Það er hægt að njóta og meta án fullkomnunar.  Á Íslandi eru sem betur fer margir valkostir í boði og vel menntað heilbrigðisstarfsfólk og árangur með þvi besta í heiminum. Ekki fullkomið kerfi en gott kerfi. Höldum því,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný