fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Tómas þarf að borga sendinefnd ESB á Íslandi yfir fjórar milljónir – Húsaleigutrygging glataðist í gjaldþroti Orange Project

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 16:30

Tómas Hilmar Ragnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tómas Hilmar Ragnarsson til að greiða Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi 2.737.600 kr. í skaðabætur og 1,5 milljónir í málskostnað. Sendinefndin stefndi Tómasi þar sem hún fékk ekki endurgreitt tryggingu sem hún hafði greitt fyrir húsaleigu eftir að leiguviðskiptum lauk. Nemur skaðabótakrafa þeirra sömu upphæð og tryggingin.

Í apríl árið 2019 gerðu Orange Procject ehf, sem Tómas var í forsvari fyrir, og sendinefndin með sér samning um leigu á skrifstofurými að Kalkofnsvegi 2 í Reykjavík. Sendinefndin sagði upp samningnum í lok maí árið 2020 með mánaðar fyrirvara og skilaði af sér húsnæðinu.

Orange Project ehf. var síðan tekið til gjaldþrotaskipta 2. desember árið 2020. Gerði sendinefndin kröfu um endurgreiðslu húsaleigutryggingarinnar og lýsti kröfu í þrotabúið. Ekki fékkst greiðsla upp í þessa kröfu við skiptin á þrotabúinu.

Ágreiningurinn fyrir dómi snerist að miklu leyti um hvort Tómas væri persónulega ábyrgur fyrir þessari skuld en hann taldi svo ekki vera. Það var hins vegar mat sendinefndarinnar að hann hafði sem stjórnarmaður og meirihlutaeigandi Orange Project brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga sem kveða á um meðferð tryggingarfjár, og beri því skaðabótaábyrgð.

Það var niðurstaða dómsins að Tómas bæri persónulega ábyrgð á þessum vanskilum. Hann beitti meðal annars fyrir sig þeim rökum að stefnandi hefði sýnt af sér vítavert tómlæti um kröfu sína. Þeim hefði borið að gera honum grein fyrir kröfunni ekki síðar en í desember 2020 þegar Orange Project varð gjaldþrota. Honum hafi ekki verið tilkynnt um þessa kröfur fyrir en um mitt sumar 2022. Á þetta féllst dómurinn ekki enda hefði stefnandi gert kröfu um endugreiðslu í tölvupósti til Tómasar þegar í desember 2020.

Samanlagt þarf Tómas að greiða Sendinefnd ESB á Íslandi 4.237.600 kr. sem er samanlagt húsaleigutryggingin og málskostnaður.

Dóminn má lesa hér.

Samkvæmt heimildum DV telur Tómas niðurstöðu héraðsdóms vera ranga og verður málinu áfrýjað til Landsréttar.

Fréttinni hefur verið breytt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat