fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2024 15:30

Reynir Traustason er eigandi og ritstjóri Mannlífs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sólartún ehf. útgáfufélag fjölmiðilsins Mannlíf fyrir að hafa birt viðskiptaboð, sem einnig er kallað auglýsing, fyrir áfengi og nikótínvörur.

Í ákvörðun nefndarinnar segir að í kjölfar ábendingar sem barst í ágúst á síðasta ári hafi við eftirgrennslan komið í ljós að á vef Mannlífs var að finna umfjöllun sem birst hafði 27. júní 2023 undir fyrirsögninni „Dufland – Frábær vín frá Spáni“. Umfjöllunin hafi verið merkt „Kynning“. Í umfjölluninni hefi einnig verið rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf., m.a. nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO sem og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block.

Taldi nefndin þetta nægilegan grundvöll að athugun á því hvort að lög um fjölmiðla hefðu með þessu verið brotin.

Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar er þessari umfjöllun Mannlífs lýst nánar. Í umfjölluninni var rætt við starfsmann heildsölunnar Dufland og fjallað um vörutegundir sem heildsalan flytur inn, bæði áfengi og nikótínvörur. Fram kom að heildsalan væri „nikótínpúðafyrirtæki í grunninn“, aðstandendur hennar hefðu verið „fyrstir til að byrja nikótínæðið sem er í gangi“ og fyrirtækið flytti inn nikótínpúðana LOOP og VELO sem væru „bestu bröndin á Íslandi“. Jafnframt kom fram að fyrirtækið hefði nýverið hafið að flytja inn víntegundina Marta Mate frá Spáni og flytti jafnframt inn suður-afríska vínið The Chocolate Block ásamt fleiri víntegundum. Umfjöllunin var merkt „Kynning“ á forsíðu vín- og matarvefs Mannlífs og í myndatexta með umfjölluninni stóð „Dufland er með frábært úrval af vínum.“

Ekki auglýsing

Sólartún, útgáfufélag Mannlífs, svaraði Fjölmiðlanefnd og sagði ekki um auglýsingu að ræða. Vildi félagið meina að umfjöllunin hafi verið kynning á fyrirtækinu Duflandi og á því hvað það fengist við og hvaða vörur það seldi. Fyrir umfjöllunina hafi Dufland greitt. Engin viðskiptatilboð hefðu falist í kynningunni. Umfjöllunin væri hluti af matar- og vínmenningu landsins. Ekki hafi verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Með svarinu var sendur hlekkur á sambærilega umfjöllun um vín og menningu á öðrum fjölmiðli til samanburðar.

Fjölmiðlanefnd komst að þeirri frumniðurstöðu að umfjöllunin hefði falið í sér viðskiptaboð fyrir áfengi og niktóínvörur sem bryti í bága við ákvæði laga um fjölmiðla.

Sólartún mótmælti því og sagði kynningu ekki það sama og auglýsingu og að fyrir því væru dómafordæmi. Kynningin hafi ekki verið tilkynning til almennings vegna markaðssetningar heldur umfjöllun um neysluvörur fyrirtækisins.

Víst auglýsing

Fjölmiðlanefnd sagði hins vegar að umfjöllun, kynning eða viðtal við einstakling eða fulltrúa lögaðila sem stundar atvinnustarfsemi geti fallið undir hugtakið viðskiptaboð í skilningi  laga um fjölmiðla ef tilgangur umfjöllunarinnar sé að vekja beint eða óbeint athygli á vörum, þjónustu eða ímynd þess einstaklings eða lögaðila sem um ræðir og viðtalinu sé miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu. Sagði nefndin að umfjöllunin hefði ekki falið í sér almenna kynningu á starfsemi Duflands heldur kynningu á tilteknum níkótínvörum og áfengistegundum.

Því sé um skýrt brot á lögum um fjölmiðla að ræða.

Þar af leiðandi var Sólartún sektað um 250.000 krónur. Tók upphæð sektarinnar mið af eðli brotsins og ávinnings af því auk þess sem að um var að ræða fyrsta brot félagsins á þeim ákvæðum fjölmiðlalaga sem banna viðskiptaboð fyrir nikótínvörur og áfengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Í gær

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi
Fréttir
Í gær

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“
Fréttir
Í gær

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband