fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

„Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 08:00

Helgi Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er röð atburða sem hafa verið að koma upp hjá okkur. Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Eins og greint var frá í gær er faðir ungrar stúlku í haldi grunaður um að hafa banað henni. Maðurinn var handtekinn á sunnudag á Krýsuvíkursvæðinu eftir að hann tilkynnti að hann hefði banað stúlkunni. Tólf manndrápsmál hafa komið til kasta lögreglu í ellefu málum frá 2023 og 39 manndrápsmál hafa komið upp frá árinu 2010, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Helgi segir í viðtalinu að málin sem komið hafa upp að undanförnu séu að sumu leyti ólík, það er að segja hverjir eiga í hlut.

„Við erum að horfa á föður og dóttur og svo unglinga. Þetta eru mál sem eru ekki alveg af sama meiði en þau raðast svona saman einhvern veginn.“ Hann segir manndrápsmál óalgeng þar sem feður hafa banað börnum sínum. „Ég man ekki eftir því í fljótu bragði að faðir hafi banað dóttur sinni hér á landi. Ég man hins vegar eftir málum mæðra sem hafa drepið börn.“

Helgi segir manndrápsmál tiltölulega fátíð hér á landi og í tilfelli fámennra þjóða megi búast við sveiflum. „Ef við skoðum mann­dráp frá alda­mót­um þá voru um það bil tvö mann­dráp á ári að jafnaði. Nú virðumst við vera að sjá aðeins fleiri mál á síðustu fjór­um árum en þá þurf­um við að hafa mann­fjölda­aukn­ing­una í huga og eðli þeirra mála sem koma upp,“ seg­ir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu