Þann 5. september síðastliðinn var þingfest mál fyrir Héraðsdómi Suðurlands gegn manni sem ákærður er fyrir kynferðislega áreitni.
Maðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. júlí árið 2021, fyrir utan skemmtistað á Suðurlandi, gripið utanklæða um bæði brjóst konu og þuklað á þeim gegn hennar vilja.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrir hönd brotaþola er hinn ákærði krafinn um 500 þúsund krónur í miskabætur.