fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fréttir

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 12:30

Frá blaðamannafundi þegar Albert var kynntur sem leikmaður Fiorentina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar færi fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun og föstudag. Vísir greindi fyrst frá málinu en athygli vakti að mál knattspyrnumannsins var hvergi að finna í dagskrá dómstólsins sem aðgengileg er á vef dómstólsins. Yfirleitt má finna öll mál á dagskrá dómstólsins en séu þau viðkvæm af einhverjum ástæðum, til að mynda ef um kynferðisbrot er að ræða, þá eru nöfn hlutaðeigandi yfirleitt afmáð.

DV sendi fyrirspurn til Héraðsdóms og spurði út í ástæðu þess að málið var ekki að finna á áðurnefndri dagskrá og hvaða reglur giltu um slíkt. Í skriflegu svari við fyrirspurninni segir Björn L. Bergsson, starfandi dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, að um handvömm hafi verið að ræða.

„Fyrir mistök sem áttu sér stað þegar verið var að bóka fyrirtökutíma málsins í málaskrárkerfi dómstólsins í ágúst láðist að standa þannig að verki að bókunin myndi birtast á vefsvæði dómstólsins. Þetta uppgötvaðist í gærmorgun og var án tafar bætt úr,“ skrifar Björn.

Málið er því komið á dagskrá dómstólsins á netinu en aðalmeðferðin hefst í fyrramálið. Albert er kominn til landsins frá Ítalíu og verður viðstaddur aðalmeðferðina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rússland er að missa tökin á Krím – Líklegt að stolt Pútíns verði skotmarkið innan skamms

Rússland er að missa tökin á Krím – Líklegt að stolt Pútíns verði skotmarkið innan skamms
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmaður Pútíns fannst látinn

Stuðningsmaður Pútíns fannst látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nýja raðhúsið sitt hafa verið byggt án teikninga og krefst þess að það verði keypt

Segir nýja raðhúsið sitt hafa verið byggt án teikninga og krefst þess að það verði keypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opinbera hvað gerðist í yfirheyrslunum og fleiri sláandi staðreyndir – „Lögreglan segir því einfaldlega ekki satt í yfirlýsingu sinni. Hún lýgur“

Opinbera hvað gerðist í yfirheyrslunum og fleiri sláandi staðreyndir – „Lögreglan segir því einfaldlega ekki satt í yfirlýsingu sinni. Hún lýgur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiga ekki húsið lengur en fá samt gallaða glugga bætta – Huldumaður kom að verkinu

Eiga ekki húsið lengur en fá samt gallaða glugga bætta – Huldumaður kom að verkinu