fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Háttsettir ísraelskir stjórnmálamenn verja hrottalega hópnauðgun á palestínskum fanga í Sde Teiman-herstöðinni

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 15:00

Frá Sde Teiman-herstöðinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert uppnám hefur verið í Ísrael og á alþjóðlegum vettvangi vegna myndbands sem lak frá Sde Teiman-herstöðinni í Ísrael. Á myndbandinu mátti sjá ísraelska hermenn velja palestínskan fanga úr hópi og hópnauðga honum svo með hrottalegum hætti. Þurfti fanginn, sem samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum gat ekki gengið eftir árásina, að leggjast inn á sjúkrahús. Í kjölfarið voru hermennirnir, tíu talsins, handteknir sem olli mikilli reiði hjá ísraelskum hægrimönnum. Æstur múgur þeirra braut sér leið inn í herstöðina til þess að frelsa hermennina úr prísundinni en þar var gripið í tómt því hermennirnir höfðu verið fluttir af vettvangi, í herstöðina Beit Lid sem er í 60 kílómetra fjarlægð frá þeirri fyrri.

Hermennirnir voru dregnir fyrir dóm síðastliðinn miðvikudag þar sem stuðningsmenn þeirra fjölmenntu og mótmæltu harðlega. Þar voru nokkur eftirlifandi fórnarlömb árása Hamas þann 7.október síðastliðinn framarlega í flokki.

Ísraelsmenn virðast skiptast í tvær fylkingar varðandi hinn meinta glæp. Á meðan mörgum er misboðið eru aðrir, þar á meðal háttsettir valdamenn eins og þjóðaröryggisráðherran Itamar Ben-Gvir,, á því að réttlætanlegt sé að beita hverskonar valdi, meðal annars kynferðisofbeldi, í stríðinu gegn óvinum ríkisins. Það væri skammarlegt að ísraelsk yfirvöld hafi „handtekið hetjurnar“.

Meiri áhyggjur af því hver lak upptökunni

Samkvæmt umfjöllun AlJazeera vill öfga-hægrimaðurinn, Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, fyrst og fremst rannsaka þann glæp hver það var sem lak upptökunni sem gerði allt vitlaust. Myndbandið hafi valdið málstað Ísrael miklum skaða og því beri að sækja þann til saka sem ber ábyrgð á því. Smotrich lét einnig hafa eftir sér að hermennirnir ættu skilið virðingu og þá mætti alls ekki sækja til saka.

Í áðurnefndri umfjöllun AlJazeera er einnig vísað til harðra orðaskipta á ísraelska þinginu í síðustu. Þingmaðurinn Ahmad Tibi, sem er af arabískum uppruna, spurði þá í ræðustóli hvort að það væri í lagi að „troða priki upp í endaþarm andstæðings. Hanoch Milwidsky, þingmaður Likud, stjórnarflokks Benyamin Netanyahu forsætisráðherra, svaraði þeirri spurningu með eftirfarandi hætti: „Ef hann er Nukhba (meðlimur Hamas-samtakanna) er allt leyfilegt, allt!“

Mannréttindasamtök segja að hópnauðgunin hrottalega sé aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kemur að mannréttindabrotum Ísraels gegn stríðsföngum. Fjölmargar sögur, sem ekki eru festar á myndband, berist af hræðilegum aðstæðum fanga sem séu pyntaðir með margskonar hætti. Sú misbeiting sé kerfisbundin og greinilega framkvæmd með blessun yfirvalda.

Bandarísk yfirvöld, sem eru helsti bandamaður Ísraela, hafa brugðist við tíðindunum af hópnauðguninni með því að segja hana „hræðilega“ og hafa farið fram á að málið verði rannsakað hratt og vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega