fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Ömurleg sjón mætti Pétri í Hveragerði í morgun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, birti óhugnanlegt myndband á Facebook-síðu sinni í morgun af skemmdarverkum sem framin voru í bænum í skjóli nætur.

Í tilefni af Hinsegin dögum var Pride-fáninn málaður á götuna í Skólamörk sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan. Var gatan máluð í gærkvöldi en ófögur sjón blasti svo við í morgun. Búið var að mála hatursfull skilaboð á götuna sem beindust að hinsegin fólki.

Pétur segir að gatan hafi verið máluð með gleði og ástríðu til áminningar um að öll eigi rétt á frelsi, viðurkenningu og friði.

„Ég átti sjálfur dásamlega kvöldstund í gær ásamt hugsjónaungviði og eldri eldhugum og málaði götuna í regnboganslitum. Þetta blasti síðan við í morgun. Það þýðir aðeins eitt, regnboginn verður gerður stærri og bjartari – skínandi fallegur. Í morgun vorum við áminnt um að baráttan heldur áfram,“ segir Pétur í færslu sinni og heldur áfram:

„Hatrið út, kærleikanum allt! Það er og verður viðbragðið okkar í Hveragerði. Í Hveragerði gefum við þeim blóm sem haga sér svona, rétt eins og Hörður Torfa söng um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök