fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Starbucks er vissulega á leið til Íslands – Enn hrekkir Odee landsmenn í nafni listsköpunar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski kaffirisinn Starbucks er víst örugglega á leið til Íslands eftir furðufréttir síðasta sólarhringinn. Fyrst voru fréttir um komu kaffirisans sagðar á helstu fréttamiðlum í gær en í morgun fór allt í uppnám þegar  listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur sem Odee, sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann sagðist hafi staðið á bak við hrekk varðandi komu Starbucks landsins. Tilgangur listamannsins hafi verið sá að reyna „á nýj­ar vídd­ir menn­ing­ar­brengls“ en Odee sagðist vera að opna listasýningu í Björgvin í Noregi í dag sem nefnist Starbucks á Íslandi.

Morgunblaðið og Vísir drógu því fréttirnar af komu Starbucks til landsins tilbaka í morgun en nú fyrir stundu kom endanlega í ljós að stórfyrirtækið Berjaya Food In­ternati­onal (BFI) hef­ði sannarlega tryggt sér rekstr­ar­rétt til þess að opna og reka Star­bucks-kaffi­hús á Íslandi og slíkt væri í pípunum.

Odee tókst því að hræra duglega í helstu fréttamiðlum landsins en þetta er síður en svo í fyrsta, né síðasta skipti, sem listamaðurinn beitir slíkum hrekkjum til að vekja athygli á listsköpun sinni.

MOM air og Samherja-gjörningurinn sem dró dilk á eftir sér

Árið 2010 gaus upp stormur þegar forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, kærði Odee fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Málið vakti nokkra athygli en kæran var að endingu dregin tilbaka.

Þá hefur Odee mátt sæta gagnrýni frá öðrum listamönnum fyrir að nýta sér höfundarréttarvarinn verk þeirra í að skapa sín eigin klippiverk. Var íslenska listamanninum meðal annars sparkað út af erlendri listaverkasíðu árið 2014 fyrir að nýta sér verk annarra í eigin listsköpun í heimildarleysi. Sama gagnrýni gaus upp þegar Odee hannaði sérstakar umbúðir utan um Opal frá Nóa Siríus en þar notaði hann myndir annarra listamanna.

Árið 2020 vakti Odee aftur athygli fyrir hrekk en þá sendi hann út sannfærandi fréttatilkynningar um stofnun flugfélagsins MOM air. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókanna, sem og kvartana, í gegnum bókunarsíðu félagsins sem hann hafði einnig sett í loftið. Gjörningurinn var liður í lokaverkefni Odds Eysteins við Listaháskóla Íslands.

Oddur Eysteinn gerði svo allt vitlaust í fyrra með því að stofna breska heimasíðu í nafni Samherja og biðjast þar formlega afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu. Gjörningurinn vakti mikla athygli hér heima og erlendis en Samherji fékk lögbann á síðuna og síðar yfirráð yfir henni. Hefur Odee verið stefnt til breskra dómstóla vegna málsins og sér ekki enn fyrir endann á þeirri vegferð.

Þá vakti ekki síður athygli þegar Odee greindi frá árið 2021 því að hann hefði skyndilega fengið 900 milljónir frá Arion banka inn á tékkareikninginn sinn. Ekki var þó um hrekk að ræða í það skipti. Arion banki staðfesti málið og sagði að um mistök hefði verið að ræða sem voru leiðrétt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu
Fréttir
Í gær

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Í gær

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Í gær

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins
Fréttir
Í gær

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“