fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Hnefaleikakonan umdeilda opnar sig loks um fjölmiðlastorminn og neteineltið – „Þetta getur drepið fólk“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. ágúst 2024 09:13

Imane Khelif stefnir á gullið í París/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein ljótasta sagan frá Ólympíuleikunum í París er fjölmiðla- og neteineltisstormurinn sem gaus upp í kjölfar sannfærandi sigurs alsírsku hnefaleikakonunnar Imane Khelif á ítölskum kollega sínum, Angela Carrini.

Sú ítalska gafst upp eftir 46 sekúndna bardaga gegn Khelif og kynnti síðan undir orðrómi um að sú alsírska væri í raun karlmaður með athugasemdum sínum strax eftir viðureignina. Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið. heimsþekkt fólk á borð við Elon Musk, Donald Trump og J.K. Rowling úthúðuðu henni og fjölmargir fjölmiðlar kynntu undir hatursorðæðuna með ónákvæmum fréttum um Khelif og feril hennar.

Boston Globe baðst afsökunar

Einn af þeim miðlum er bandaríski fréttarisinn Boston Globe sem baðst síðan afsökunar í löngu máli vegna meðhöndlunar sinnar á málinu. Rétt er að geta þess að DV hljóp einnig á sig með því að éta upp ónákvæmar erlendar fréttir og er rétt að biðjast velvirðingar á því. Segja má að allir sem tengjast málinu séu nú að átta sig á gjörðum sínum því hin ítalsa Carrini hefur einnig beðist afsökunar á sinni hegðun. Hún hafi verið reið og sár eftir að ólympíudraumur hennar varð að engu. Hún sagðist fullkomlega virða þá ákvörðun að Khelif mætti keppa á leikunum og sagðist myndi faðma hana ef hún hefði tækifæri til þess,

Khelif stendur enn í ströngu í París en hún er búin að tryggja sér að lágmarki bronsverðlaun á leikunum og framundan er bardagi um að komast í úrslitaviðureignina. Hún hefur haldið sig til hlés í málinu en steig loks fram í viðtali við arabíska sjónvarpstöð í gær.

Biðlar til fólks að láta af eineltishegðun

„Ég vil senda þau skilaboð til alls heimsins að halda ólympíuhugsjóninni í heiðri og reyna hemja sig í því að leggja íþróttamenn í einleti. Það hefur gríðarlega neikvæð áhrif á fólk,“ sagði Khelif í viðtalinu.

„Það getur eyðilagt fólk, það eitrar hugsanir þess, anda og huga. Það sundrar fólki og þess vegna vill ég biðja fólk um að láta það vera að leggja aðra í einelti með þessum hætti,“ sagði Khelif.

Viðtalið við Khelif

Eins og áður segir gaus upp stormur eftir viðureign Khelif gegn hinni ítölsku Carrini. Fullkomin upplýsingaóreiða ríkti og á samfélagsmiðlum og ýnsum fjölmiðlum kom fram að Khelif væri allt frá því að vera hreinlega karlmaður og yfir í að vera transkona eða intersex, þ.e. einstaklingur með bæði karl- og kvenkyns litninga.

Engar sannanir til um niðurstöður kynjaprófs

Ástæðan fyrir þessum sögusögnum er að Khelif var meinað að keppa á HM í hnefaleikum í fyrra af hnefaleikasambandinu IBA en sú ákvörðun þykir verulega umdeild. Hefur Alþjóða Ólympíusambandið fordæmt þá ákvörðun og sagt prófin hafa verið ólögleg, framkvæmdin ófagleg og niðurstöðurnar því ekki pappírsins virði.

Hnefaleikasambandið, sem stjórnað er af umdeildum rússneskum kaupsýslumanni Umar Kremlev, hefur þannig verið sett út af sakramentinu og bönnuð aðkoma að Ólympíuleikunum. Kremlev, sem styður Vladimir Pútín með ráðum og dáð, var sá sem að ber í raun ábyrgð á sögusögnunum um Khelif. Það var hann sem fullyrti að alsírska hnefaleikakonan hefði fallið á kynjaprófi en hefur aldrei lagt fram nein gögn þess efnis.

Niðurstaðan er því að engar sannanir eru fyrir því að Khelif sé með karlkyns litninga eða óeðliegt magn af karlhormónum. Hún fæddist sem stúlka og hefur skilgreint sig sem konu alla tíð sem og að uppfylla öll próf og skilyrði fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum. Þar stefnir hún að því að svara gagnrýnisröddunum með því að vinna gullið í hnefaleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu
Fréttir
Í gær

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Í gær

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Í gær

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins
Fréttir
Í gær

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“