fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Paul Watson sleppur ekki í dag – Gæsluvarðhaldið í Nuuk framlengt

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 14:30

Watson segir að ef hann verði sendur til Japan komi hann aldrei til baka. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í grænlensku borginni Nuuk hefur úrskurðað að Paul Watson verði áfram í gæsluvarðhaldi. Dönsk yfirvöld eiga eftir að taka ákvörðun um framsal hans til Japan.

Fréttastofan Reuters greinir frá þessu.

Eins og DV og fleiri miðlar hafa grein frá var Watson handtekinn í lok júlí og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Var það á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem japönsk stjórnvöld fóru fram á vegna meintrar árásar hans á hvalveiðiskip í Suður Kyrrahafi árið 2010.

Japönsk stjórnvöld hafa farið fram á framsal Watson, þar sem hann getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm. Þrýst hefur verið á dönsk stjórnvöld að sleppa Watson. Meðal annars hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti beitt sér í þágu hans, en Watson er búsettur í Frakklandi.

Nú hefur dómari í Nuuk úrskurðað að Watson skuli vera í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar þar sem dönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um framsal. Að óbreyttu má hann því dúsa í klefa sínum í Nuuk til 5. september næstkomandi. Watson hefur þó þegar áfrýjað ákvörðuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Í gær

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi
Fréttir
Í gær

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“
Fréttir
Í gær

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband