fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

paul watson

Paul Watson sleppur ekki í dag – Gæsluvarðhaldið í Nuuk framlengt

Paul Watson sleppur ekki í dag – Gæsluvarðhaldið í Nuuk framlengt

Fréttir
15.08.2024

Dómari í grænlensku borginni Nuuk hefur úrskurðað að Paul Watson verði áfram í gæsluvarðhaldi. Dönsk yfirvöld eiga eftir að taka ákvörðun um framsal hans til Japan. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu. Eins og DV og fleiri miðlar hafa grein frá var Watson handtekinn í lok júlí og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Var það á Lesa meira

Boðað til mótmæla í Frakklandi og Danmörku – Færeysk stjórnvöld vilja hinn „pirrandi“ Watson framseldan til Japan

Boðað til mótmæla í Frakklandi og Danmörku – Færeysk stjórnvöld vilja hinn „pirrandi“ Watson framseldan til Japan

Fréttir
10.08.2024

Boðað hefur verið til mótmæla víða um Frakkland vegna handtöku hvalfriðunarsinnans Paul Watson. Færeyingar vilja að Watson verði framseldur til Japan til að gjalda fyrir brot sín. Eins og greint hefur verið frá í fréttum þá situr hvalfriðunarsinninna kanadíski Paul Watson í gæsluvarðhaldi í Grænlandi. Hann var handtekinn í júlí á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem Lesa meira

Japanir biðja Dani að framselja Watson – Snúin pólitísk ákvörðun

Japanir biðja Dani að framselja Watson – Snúin pólitísk ákvörðun

Fréttir
01.08.2024

Japönsk stjórnvöld hafa farið fram á að hvalafriðunarsinninn Paul Watson verði framseldur. Watson er í gæsluvarðhaldi í Grænlandi. AFP greinir frá því í dag að dómsmálaráðuneyti Danmerkur hafi tilkynnt um framsalsbeiðnina. „Dómsmálaráðuneytið fékk formlega beiðni frá japönskum yfirvöldum í gær um að Paul Watson verði framseldur,“ segir í fréttinni. Að sögn ráðuneytisins verður beiðninni vísað Lesa meira

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson sér ekki eftir neinu – Gæti átt 15 ára fangelsisvist yfir höfði sér

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson sér ekki eftir neinu – Gæti átt 15 ára fangelsisvist yfir höfði sér

Fréttir
31.07.2024

Hvalfriðunarsinninn kanadíski Paul Watson, sem handtekinn var í Grænlandi á dögunum, segist ekki sjá eftir neinu. Franskir þingmenn og Evrópuþingmenn hafa þrýst á forsætisráðherra Danmerkur að fallast ekki á framsal hans til Japan, sem fór fram á handtökuskipunina. Watson var handtekinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar þann 21. júlí síðastliðinn. Japanir saka hann um að hafa Lesa meira

Watson lúrir nálægt Íslandi – „Við ætlum að bíða hérna til þess að það sé tryggt að engir hvalir verði veiddir“

Watson lúrir nálægt Íslandi – „Við ætlum að bíða hérna til þess að það sé tryggt að engir hvalir verði veiddir“

Fréttir
08.07.2024

Paul Watson dvelur nú í Írlandi og bíður átekta eftir að Íslendingar hefji hvalveiðar. Fari Kristján Loftsson af stað, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, mun Watson mæta skipum hans. Hvalfriðunarsinninn Paul Watson er Íslendingum vel kunnugur. Hann starfaði áður hjá Greenpeace og Sea Shepherd og sökkti tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1985. Nú starfar hann Lesa meira

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Fréttir
17.04.2024

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson tilkynnti í gær nýja herferð gegn hvalveiðum á Íslandi í sumar. Skip hans mun sigla hingað frá Bretlandi í júní og stöðva veiðarnar. Herferðin ber heitið Operation ICESTORM (Aðgerðin Ísstormur) og kynnti Watson hana í gær á Albert Dock í borginni Hull í Bretlandi. Herferðinni er beint sérstaklega gegn Hval hf og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af