fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Sigurður Ingi vill alls ekki að afnema tolla af innfluttum matvælum – „Myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir að það myndi rústa íslenskum landbúnaði ef ákveðið yrði að afnema tolla á innflutt matvæli.

Viðskiptaráð Íslands segir að afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%, en ráðið gerði úttekt á áhrifum afnáms tolla á dögunum. Írskar nautalundir myndu lækka um 37%, Mozzarella ostur um 38% og danskar kjúklingabringur um 43% svo örfá dæmi séu tekin.

Sigurður Ingi segir við Morgunblaðið í dag að honum finnist það vera einföldun hjá Viðskiptaráði að leggja þetta til. Tollar séu notaðir í allflestum ef ekki öllum löndum til að tryggja og vernda innlenda framleiðslu og búa til virðisauka í landinu þar sem vörurnar eru framleiddar.

„Hluti af því er að tryggja fæðuör­yggi og þetta er líka full­veld­is­mál. Ísland er land þar sem land­búnaðar­af­urðir eru í mjög háum gæðaflokki,“ segir hann.

Aðspurður hvort það skipti engu að afnám tolla af innfluttum matvörum myndi leiða til umtalsverðrar lækkunar á vöruverði, neytendum til hagsbóta, segir Sigurður Ingi:

„Um leið myndi það rústa ís­lensk­um land­búnaði og lifi­brauði þeirra þúsunda manna sem hafa at­vinnu sína af hon­um. Einnig byggð í land­inu og slíkt myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér. Ég er ekki viss um að heild­aráhrif­in af slíkri aðgerð yrðu já­kvæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“