fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Strípalingur og sjö til viðbótar gistu í fangageymslum í nótt

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2024 07:19

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta fengu að gista í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Tveir einstaklingar voru handteknir í miðborginni vegna brota á lögreglusamþykkt, en báðir voru ölvaðir að valda óspektum. Annar þeirra gekk niður miðbæinn, með flösku í hönd, barði í glugga, sparkaði í ruslatunnur og var með almenn leiðindi. Sá þriðji verður einnig kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt, en óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna aðila í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa.

Tveir einstaklingar voru vistaðir í fangaklefa þar sem þeir voru ofurölvi, báðir sofandi á gangstétt í miðborginni. Til að tryggja öryggi þeirra voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fá að sofa úr sér í fangaklefa.

Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Ökuhraði bifreiða mældist frá 105-109 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

Í umdæmi lögreglunnar í  Grafarvogi/Árbæ/Mosfellsbæ var einn tekinn fyrir of hraðan akstur, ökuuhraði bifreiðar mældur á 115 þar sem hámarkshraði er 90. Þrír ökumenn voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hefðbundið ferli og þeir lausir að blóðsýnatöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot og eignaspjöll og fór lögegla á vettvang.

Tilkynnt var um nakinn einstakling að veitast að bifreiðum. Lögregla fór á vettvang og tryggði ástand, aðilinn augljóslega undir áhrifum og hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ingólfur Valur stefnir ríkinu og krefst miskabóta vegna ólöglegrar handtöku

Ingólfur Valur stefnir ríkinu og krefst miskabóta vegna ólöglegrar handtöku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar segist fórnarlamb skattyfirvalda – „Refsað fyrir að yfirgefa Ísland“

Arnar segist fórnarlamb skattyfirvalda – „Refsað fyrir að yfirgefa Ísland“
Fréttir
Í gær

Íslendingur á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Tælandi – Málið sagt dularfullt

Íslendingur á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Tælandi – Málið sagt dularfullt
Fréttir
Í gær

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda
Fréttir
Í gær

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“
Fréttir
Í gær

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir