fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Segir ummæli Erdogan mjög athyglisverð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 07:00

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að svo gæti farið að Tyrkir ráðist inn í Ísrael. Ummælin eru mjög athyglisverð í ljósi þess að Tyrkland er aðili að NATÓ.

Ummælin vöktu að vonum mikla athygli en það er rétt að taka þeim með ákveðnum fyrirvara segir Deniz Serinci, blaðamaður og sérfræðingur í tyrkneskum málefnum. Í samtali við B.T. sagði hann ummælin séu mjög athyglisverð því eftir því sem hann best viti, þá hafi Erdogan aldrei áður sagt neitt þessu líkt og vegna þess að Tyrkland er meðal aðildarríkja NATÓ en NATÓ styður Ísrael.

„En að því sögðu, þá er þetta ekki eitthvað sem maður þarf að taka mjög alvarlega. Ég held að Ísraelsmenn geri það heldur ekki,“ sagði hann.

Yair Lapid, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X á sunnudaginn og sagði að Ísraelsmenn hlusti ekki á hótanir manns sem „vilji vera einræðisherra“.

Erdogan lét ummælin falla eftir að Ísraelsmenn hófu árásir á Líbanon í hefndarskyni fyrir árás Hizbolla á fótboltavöll í Gólanhæðum þar sem 12 börn og unglingar létust.

Sérfræðingar hafa bent á að tyrkneski herinn eigi ekki roð í þann ísraelska og þess utan er Ísrael kjarnorkuveldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu