fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fréttir

Pútín skýrir frá siguráætlun sinni og varar Evrópubúa við

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 04:06

Vladimir Pútín mun að sögn ekki láta staðar numið við Úkraínu. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bar svo undarlega við í síðustu viku að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ræddi nokkrum sinnum um stríðið í Úkraínu en hann hefur ekki verið mjög málglaður varðandi það síðan hann fyrirskipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu í lok febrúar 2022. Hann nýtti tækifærið í síðustu viku til að vara Vesturlönd við.

Pútín ræddi um taktík Rússa í stríðinu þegar hann tók þátt í pallborðsumræðum í Sankti Pétursborg á föstudaginn. Þar sagði hann meðal annars að ef Rússar ætli að sækja hratt fram þurfi þeir fleiri hermenn en þeir hafa núna og að ef það eigi að gerast þá þurfi að grípa til herkvaðningar en það hafi hann ekki hugsað sér að gera.

Pútín treystir því á að geta sigrast hægt og bítandi á Úkraínumönnum með langvarandi stríði. Hann sagðist fylgja ráðleggingum yfirstjórnar hersins og varnarmálaráðuneytisins hvað varðar stríðsrekstur.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og sérfræðingur í málefnum Rússlands, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að Pútín hafi hugsanlega skýrt frá þessari taktík til að láta reyna á þolinmæði almennings í Evrópuríkjunum sem styðja Úkraínu.

„Hann veðjar á að geta þreytt Bandaríkin og Evrópuríkin. Hann er að segja að Rússar geti haldið áfram að eilífu, þannig að stuðningsríki Úkraínu geti alveg eins sleppt því að blanda sér í þetta. Flestir evrópskir stjórnmálamenn og ríkisstjórnir vita vel hvernig þetta tengist allt en það er hugsanlegt að yfirlýsingar af þessu tagi geti haft áhrif á evrópskan almenning,“ sagði Kaarsbo.

Hann benti einnig á að á móti hafi Evrópuríkin möguleika á að breyta þeirri þróun sem Pútín sér fyrir sér: „Ef Evrópuríkin geta ekki tekið ákvörðun um að styðja Úkraínu af fullum huga, þá getur þetta tekist hjá Rússlandi. En svo lengi sem ríkisstjórnirnar styðja Úkraínu svo mikið að stuðningurinn snúist um að hjálpa Úkraínu að sigra stríðið, ekki bara halda í horfinu, þá getur þetta auðveldlega farið öðruvísi en Pútín ímyndar sér.“

Hann benti einnig á að svo virðist sem Pútín hafi tekið upp nýja stefnu með ummælum sínum. Nú hafi hann dregið úr hótunum um að Rússa geti gripið til kjarnorkuvopna: „Hann hefur sagt að Rússum detti ekki í hug að ráðast á NATÓ-ríki. Þetta er ný stefna miðað við fyrri yfirlýsingar. Mörg okkar muna kannski að hann sló því einnig föstu að Rússum myndi ekki detta í hug að ráðast á Úkraínu – líka nokkrum dögum fyrir innrásina. Það er því mikilvægt að taka yfirlýsingum úr þessari átt með fyrirvara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“
Fréttir
Í gær

Fluttur þungt haldinn á sjúkrahús eftir eldsvoða í Hveragerði

Fluttur þungt haldinn á sjúkrahús eftir eldsvoða í Hveragerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“