fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Fréttir

Hættir sem formaður Landsbjargar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 21:47

Otti Rafn Sigmarsson Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður félagsins. Þann 12. nóvember síðastliðinn tilkynnti Otti að hann hefði ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess.

Síðan þá hefur Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður félagsins, sinnt skyldum formanns.

Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni og er meðstjórnandi í sveitinni, auk þess að vera umsjónarmaður unglingadeildarinnar Hafbjargar.

Í færslu sem Otti sendi félögum sínum í Landsbjörgu segir hann ákvörðunina þunga og erfiða, og það að vera formaður í Landsbjörgu sé jafn flókið og það er skemmtilegt, einnig séu það forréttindi sem krefjist mikils tíma og athygli. 

Nú snúi hann sér að eigin baráttu við að koma upp nýju heimili, auk atvinnu- og félagsmála.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir: „Á stjórnarfundi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í kvöld, 2. apríl, tilkynnti formaður félagsins, Otti Rafn Sigmarsson, að hann segði formlega af sér sem formaður félagsins.

Otti Rafn hefur frá því í nóvember síðastliðnum  verið í leyfi frá formennsku, sökum afleiðinga þeirra náttúruhamfara sem geisað hafa í og við Grindavík, hans heimabæ. Otti Rafn sér sér ekki fært að sinna formennsku af þeim krafti sem hann hafði metnað til vegna þeirra verkefna sem náttúran í raun varpaði í fang hans. Fjölskylda, atvinna og fyrirsjáanleg uppbygging verða á þessum tíma að hafa forgang.

 Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar samþykkti einróma á fundinum að varaformaður, Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem gengt hefur störfum formanns í fjarveru Otta Rafns, verði nýr formaður og í stað hennar sem varaformannss, Jón Ingi Sigvaldason, tímabundið fram að næsta landsþingi, sem verður haldið í maí 2025 á Selfossi, þar sem kosið verður á ný.

 

Otti Rafn, Borghildur FJóla og Jón Ingi Sigvaldason að loknum fundi stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í kvöld.

„Kæru vinir og félagar,

Ég hef tekið þá þungu og erfiðu ákvörðun að láta af störfum sem formaður Slysavarnafélagins Landsbjargar.

Eins og flestir vita höfum við Grindvíkingar þurft að takast á við náttúruöflin síðustu mánuði og það sér ekki fyrir endann á þeirri baráttu. Lífi okkar allra hefur verið snúið á hvolf oftar en einu sinni í þessum atburðum og framundan er mikil barátta, ekki bara í því að koma upp nýju heimili heldur líka í atvinnu- og félagsmálum.

Að vera formaður í þessu frábæra félagi getur verið jafn flókið og það er skemmtilegt. Að lifa og hrærast í þessum málum alla daga eru mikil forréttindi, forréttindi sem krefjast mikils tíma og athygli. Það verður mikill söknuður af formennskunni og stjórnarstarfinu enda er ég búinn að sinna því að alúð síðustu sjö ár. Ég skil við félagið á frábærum stað þar sem fjárhagurinn hefur aldrei verið betri og úthlutanir til eininga aldrei verið hærri. En það er ekki eins manns verk að keyra félagið áfram, þetta er samstarf margra aðila og höfum við öll verið svo lánssöm að fá gott og öflugt fólk til starfa í stjórn, í nefndum og á skrifstofu félagsins á undanförnum árum.

Á stjórnarfundi félagsins nú í kvöld tók Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formlega við formennsku í félaginu eftir að hafa sinnt því starfi í minni fjarveru frá því 12. nóvember s.l. Ég óska henni og sitjandi stjórn félagsins alls hins besta og hef lofað þeim að vera þeim innan handar óski þau þess.

Ég mun þó ekki hverfa alveg af vettvangi félagsins, ég mun áfram standa í framlínunni með mínu fólki í Grindavík og á án efa eftir að rekast á ykkur í aðgerðum eða á fundum félagsins í framtíðinni.

Á næstu misserum munum við fjölskyldan slípa til nýtt fjölskyldulíf í eins víðtæku samhengi og hugsast getur. Ofan á það á eftir að endurreisa heilt samfélag og ætla ég mér að taka fullan þátt í því.

Að lokum langar mig að þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar síðustu mánuði og fyrir stuðninginn og hvatninguna alla tíð.

Með von um bjarta framtíð

Otti Rafn Sigmarsson“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Í gær

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum – Áreitti 13 ára stúlku í kirkju og spurði hvort þau ættu að gera „þetta“

Sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum – Áreitti 13 ára stúlku í kirkju og spurði hvort þau ættu að gera „þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Fadi að beiðni barnaverndaryfirvalda

Lögreglan lýsir eftir Fadi að beiðni barnaverndaryfirvalda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slaufaður knapi endurreistur – Brottrekstur úr landsliði dæmdur óheimill

Slaufaður knapi endurreistur – Brottrekstur úr landsliði dæmdur óheimill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undirskriftasöfnunin gegn Bjarna Ben – Fjöldinn nálgast 30 þúsund

Undirskriftasöfnunin gegn Bjarna Ben – Fjöldinn nálgast 30 þúsund