fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 11:50

Við undirritun þjónustusamningsins. Frá vinstri eru Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sólheima, Sigurjón Örn Þórsson, formaður stjórnar Sólheima, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, og Íris Ellertsdóttir, verkefnastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólheimar í Grímsnesi og Byggðarsamlag Bergrisans hafa undirritað nýjan samning um þjónustu við íbúa Sólheima til næstu fimm ára. Samningurinn er gerður á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.  

Sólheimar hafa annast þjónustu við fatlað fólk frá árinu 1930 og unnið er eftir þeirri hugmyndafræði að auka eins og kostur er lífsgæði hvers og eins og að fólk komi að ákvörðunum um eigin mál. Lögð er áhersla á samfélag án aðgreiningar þar sem ófatlaðir laga sig að þörfum fatlaðs fólks, eins og segir í tilkynningu.

Bergrisinn er byggðarsamlag um málefni fatlaðs fólks og sér um skipulag og framkvæmd þjónustu við viðkomandi hóp á þjónustusvæði aðildarsveitarfélaganna. Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur standa að byggðarsamlagi Bergrisans.

Samstarf Bergrisans og Sólheima um þjónustu við fatlaða einstaklinga sem eru búsettir á Sólheimum hefur staðið allt frá því að sveitarfélögum var falin umsjá með málefnum fatlaðs fólks. Samstarfið hefur gengið vel og ánægja ríkir meðal samningsaðila með nýjan þjónustusamning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu