fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 11:50

Við undirritun þjónustusamningsins. Frá vinstri eru Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sólheima, Sigurjón Örn Þórsson, formaður stjórnar Sólheima, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, og Íris Ellertsdóttir, verkefnastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólheimar í Grímsnesi og Byggðarsamlag Bergrisans hafa undirritað nýjan samning um þjónustu við íbúa Sólheima til næstu fimm ára. Samningurinn er gerður á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.  

Sólheimar hafa annast þjónustu við fatlað fólk frá árinu 1930 og unnið er eftir þeirri hugmyndafræði að auka eins og kostur er lífsgæði hvers og eins og að fólk komi að ákvörðunum um eigin mál. Lögð er áhersla á samfélag án aðgreiningar þar sem ófatlaðir laga sig að þörfum fatlaðs fólks, eins og segir í tilkynningu.

Bergrisinn er byggðarsamlag um málefni fatlaðs fólks og sér um skipulag og framkvæmd þjónustu við viðkomandi hóp á þjónustusvæði aðildarsveitarfélaganna. Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur standa að byggðarsamlagi Bergrisans.

Samstarf Bergrisans og Sólheima um þjónustu við fatlaða einstaklinga sem eru búsettir á Sólheimum hefur staðið allt frá því að sveitarfélögum var falin umsjá með málefnum fatlaðs fólks. Samstarfið hefur gengið vel og ánægja ríkir meðal samningsaðila með nýjan þjónustusamning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“