fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Gunnar Smári með sturlaða hugmynd: Ísland verði skilgreint sem heimsálfa – Mikill ávinningur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, varpaði fram skemmtilegri hugmynd á Facebook-síðu sína í vikunni.

„Ekki að það tengist ósk Norðanmanna um að Akureyri verði borg, en þá var ég að velta fyrir mér hvort Íslendingar eigi ekki að fara fram á að land sitt verði skilgreint sem heimsálfa,“ sagði Gunnar Smári og benti á að Íslandi væri á milli Ameríku og Evrópu og tilheyri landfræðilega báðum meginlandsflekunum – og þar af leiðandi hvorugum að fullu.

Gunnar Smári sér mikinn ávinning ef þetta verður að veruleika.

„Ávinningurinn væri til dæmis að við gætum stofnað sérsamband Íslandsríkja innan FIFA og krafist þess að þau fái fast sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Það lið sem sigraði Íslandsmót fengi líka sjálfkrafa rétt til að spila í álfukeppni félagsliða. Meðan ég skrifa þetta sé ég mörg tækifæri opnast sem eru lokuð fyrir okkar kúgaða land, sem er í raun álfa en fær það ekki viðurkennt.“

Óhætt er að segja að margir taki undir þessa hugmynd Gunnars Smára.

„Líst vel á þessa hugmynd og nú er bara að fara að vinna í þessu,“ segir einn og annar bætir við: „Fín hugmynd.“

Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður og bróðir Gunnars Smára, segir: „Setja í gang.“

Aðrir eru þó efins og segir einn: „Held það sé ekki á stórmennskubrjálæði landans bætandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu