fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands boðar leiðindaveður yfir jólahátíðina. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspá og færð næstu daga. Spáð er hvassviðri eða stormi norðan- og austanlands að kvöldi Þorláksmessu og fram á nótt. Leiðindaveður verður sömuleiðis á aðfangadag og á jóladag. Landsmenn ættu svo ekki að búast við blíðu á annan í jólum.

Veðurstofan tekur fram að gular viðvaranir taka gildi í kvöld á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Vindhviður geta staðfundið farið yfir 35 metra á sekúndu. Gular viðvaranir eru eins vegna suðvestan storms og hríðar á kvöldi aðfangadags og á jóladag á vesturhelmingi landsins.

Tekið er fram að þó að viðvaranir séu gular sem stendur geti þær hækkað og því þurfi að fylgjast vel með veðurspá og færð næstu daga. Í hvössum vindi og éljum eru aksturskilyrði erfið og færð getur auðveldlega spillst, sér í lagi á tímum þegar snjómokstur er af skornum skammti. Varað er við ferðalögum.

Á vef Veðurstofunnar segir:

„Nánari veðurspá

Þorláksmessukvöld: Hvessir síðdegis, suðvestan 13-23 m/s undir kvöld, hvassast á Norðurlandi og Vestfjörðum þar sem vindhviður geta staðbundið farið yfir 35 m/s. Slydduél eða él á vesturhelmingi landsins og kólnandi veður.

Aðfangadagur: Sunnan 8-15 m/s og él, en þurrt að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti kringum frostmark. Hvessir aftur síðdegis. Suðvestan hríð á vestanverðu landinu um kvöldið (hvassviðri, stormur og jafnvel rok) með dimmum éljum, hvassast í éljahryðjum. Í éljunum má búast við lélegu skyggni og aðstæður til ferðalaga verða erfiðar.

Jóladagur: Suðvestan 15-25 m/s með dimmum éljum, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 6 stig. Hægt skánandi veður að kvöldi jóladags.

Annar í jólum: Suðvestan og sunnan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti um og undir frostmarki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári