fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálsíþróttadeild FH harmar þá stöðu sem aðalstjórn íþróttafélagsins er komin í hvað varðar fjárreiður og rekstur knattspyrnuhússins í Kaplakrika, Skessunnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarfundi deildarinnar í dag.

„Stjórn frjálsíþróttadeildar FH harmar þá stöðu sem aðalstjórn FH er komin í hvað varðar fjárreiður og rekstur Skessunnar, knattspyrnuhúss í Kaplakrika. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Hafnarfjarðarbæ er margt óljóst og umdeilanlegt hvað varðar bókhald og meðferð fjármuna svo vægt sé til orða tekið. Þær upplýsingar sem þar koma fram eru skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði. Það skal tekið fram að frjálsíþróttadeildin hefur aldrei fengið greiðslur frá aðalstjórn FH vegna rekstrartaps enda hefur deildin kappkostað að hafa sinn rekstur réttum megin við núllið í gegnum árin.“

Kolsvört skýrsla Deloitte hefur verið til umfjöllunar í dag en þar er fjallað um óskipulag í bókhaldi íþróttafélagsins við uppbyggingu Skessunnar. Meðal annars hefur athugasemd verið gerð við greiðslur til formanns FH, Viðars Halldórssonar sem fékk í sinn hlut tæplega 73 milljónir króna, eða hátt í sjö prósent af heildarkostnaði uppbyggingarinnar. Skessan fór um þrjú hundruð milljónum fram úr áætlun. Stór hluti af heildarupphæðinni fór í gegnum félag sem er í eigu bróður Viðars, Jóns Rúnars Halldórssonar.

FH glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda og hafa skuldir aukist um rúm 500 prósent frá árinu 2017, eins og rakið er í frétt Heimildarinnar. Hafnarfjarðarbær hefur krafið félagið um skýringar á kostnaði. Deloitte rakti mikla óreiðu í bókhaldi Skessunnar. Óreiðan var í raun slík að það tók Deloitte óþarflega langan tíma að vinna skýrsluna sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“