fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Heimir Karls minnist Árna sem lést í vikunni: „Einstakur karakter og leiðtogi”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Indriðason, sagnfræðingur og menntaskólakennari, er látinn 74 ára að aldri. Árni lést á Landspítalanum þann 4. desember síðastliðinn að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Árni kenndi sögu í Menntaskólanum í Reykjavík allan sinn starfsferil en var þar að auki þjóðkunnur handknattleiksmaður og lék til dæmis 60 landsleiki fyrir Ísland.

Var hann einn af máttarstólpum hins gríðarsterka liðs Víkings undir stjórn Bogdan Kowalczyk en umrætt lið var valið besta handboltalið Íslandssögunnar. Var það einmitt í Víkingi sem hinn kunni fjölmiðlamaður Heimir Karlsson kynntist honum en hann minnist hans með hlýhug í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Ég var heppinn að fá að vera lítill hluti af besta handboltaliði handboltasögu Íslands og spila með mörgum af bestu handboltamönnum Íslands. Oft hef ég hugsað til þessara tíma og í þeim minningum kemur Árni oft upp í hugann,” segir Heimir og bætir við að Árni hafi verið límið í þessu liði.

„Ekki bara firnasterkur varnarmaður og hinn ágætasti línumaður, heldur einstakur karakter og leiðtogi. 11 árum eldri en ég og margfalt reynslumeiri, sýndi hann unga handboltamanninum aldrei yfirlæti eða neitt í þeim dúr, heldur miklu fremur stuðning og skilning.“

Heimir segir að Árni hafi komið honum fyrir sjónir sem traustur, vitur og sanngjarn maður og einstök fyrirmynd.

„Hann var skemmtilegur utan vallar, en ábyrgðarfullur innan vallar. Þar kom ekkert kæruleysi til greina. Árni kom mér einnig fyrir sjónir sem greindur maður, enda lögðum við allir við hlustir þegar hann talaði. Árni var einstaklega geðugur maður. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til aðstandenda Árna Indriðasonar. Blessuð sé minning Árna Indriðasonar,“ segir Heimir Karlsson.

Árni lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og átta barnabörn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný