fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 13:30

Olíuflutningaskip frá Norður-Kóreu við bryggju í Rússlandi. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur birt gervihnattarmyndir sem sagðar eru sýna svart á hvítu hvernig Rússar brjóta gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Norður-Kóreu.

Myndirnar sýna olíuflutningaskip frá Norður-Kóreu við rússneskar hafnir og segir í frétt BBC að áætlað sé að Rússar hafi látið Norður-Kóreumönnum í té rúmlega milljón tunnur síðan í mars á þessu ári. Mun þetta vera greiðsla fyrir vopn, skotfæri og hermenn frá Norður-Kóreu sem taka þátt í stríðinu gegn Úkraínu.

Norður-Kóreumenn hafa lengi verið beittir viðskiptaþvingunum, meðal annars vegna prófana þeirra á langdrægum eldflaugum og þróunar á kjarnavopnum. Hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt blátt bann við það að aðildarríki selji Norður-Kóreumönnum olíu nema í mjög takmörkuðu magni, eða 500 þúsund tunnur árlega.

Í frétt BBC kemur fram að gervihnattarmyndirnar sýni að minnst 43 olíuflutningaskip frá Norður-Kóreu hafi lagst að bryggju í Rússlandi á síðustu mánuðum og sótt olíu. Sýna myndirnar að skipin koma tóm til Rússlands en yfirgefa það með fullfermi.

Bent er á það í frétt BBC að Norður-Kórea sé eina ríki heimsins sem fær ekki að kaupa olíu á opnum markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra