fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 13:30

Olíuflutningaskip frá Norður-Kóreu við bryggju í Rússlandi. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur birt gervihnattarmyndir sem sagðar eru sýna svart á hvítu hvernig Rússar brjóta gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Norður-Kóreu.

Myndirnar sýna olíuflutningaskip frá Norður-Kóreu við rússneskar hafnir og segir í frétt BBC að áætlað sé að Rússar hafi látið Norður-Kóreumönnum í té rúmlega milljón tunnur síðan í mars á þessu ári. Mun þetta vera greiðsla fyrir vopn, skotfæri og hermenn frá Norður-Kóreu sem taka þátt í stríðinu gegn Úkraínu.

Norður-Kóreumenn hafa lengi verið beittir viðskiptaþvingunum, meðal annars vegna prófana þeirra á langdrægum eldflaugum og þróunar á kjarnavopnum. Hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt blátt bann við það að aðildarríki selji Norður-Kóreumönnum olíu nema í mjög takmörkuðu magni, eða 500 þúsund tunnur árlega.

Í frétt BBC kemur fram að gervihnattarmyndirnar sýni að minnst 43 olíuflutningaskip frá Norður-Kóreu hafi lagst að bryggju í Rússlandi á síðustu mánuðum og sótt olíu. Sýna myndirnar að skipin koma tóm til Rússlands en yfirgefa það með fullfermi.

Bent er á það í frétt BBC að Norður-Kórea sé eina ríki heimsins sem fær ekki að kaupa olíu á opnum markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax