fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. nóvember 2024 10:00

Erna Bjarnadóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Bjarna­dótt­ir, hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands, sóttist eft­ir því að leiða lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi í kom­andi kosn­ing­um (sjá mbl.is). Í gær tilkynnti Erna hins vegar á Facebook-síðu sinni að hún væri gengin úr Miðflokknum. Birti hún skemmtilegt kvæði um þann viðskilnað:

„Ég er svo heppin að hafa fengi tækifæri til að stíga inn á svið stjórnmálanna. Reynslan er ómetanleg. Ég er líka svo heppin að eiga vini í flestöllum ef ekki öllum stjórnmálaflokkum. Ég hef sagt mig úr Miðflokknum og ákveðið að ganga óbundin til komandi kosninga.

Vegferðina með flokknum má gera upp í þessum erindum:

Á sólríkum sumardegi
Ég sveif um sunnlenska vegi
Komin í framboð
Miðflokksins amboð

Ég skrifa það og segi
Með Heiðbrá og Birgi ég þaut um
Búmm! Við komum og flautum
Ding Ding Ding
Datt Birgir á þing
Og Beggi kom á‘ eftir á skautum

Já ýmsa hef eignast þar vini
Af öndvegisgóðu kyni
Konur og karla
Og gleymi ég varla
Bergþóri Ólasyni

En örlögin flýr enginn hér
Óttalaust því segi ég þér
ég er utan af landi
Í ágætu standi
En Miðflokkurinn gekk úr mér.

Takk fyrir mig“

„Svona eru bara hlutirnir stundum“

„Það er er bara eins og gengur, maður hefur verið að sjá fólk færa sig á milli flokka undanfarið,“ sagði Erna er DV hafði samband við hana vegna málsins. Aðspurð hvort hún sé að ganga í annan flokk segir Erna:

„Ég er ekkert að flana að neinu svoleiðis. Ég tel enga ástæðu til að láta hafa neitt eftir mér um það. Svona eru bara hlutirnir stundum, að fólk sér bara sér bara betur komið í sinni stöðu í samfélaginu með því að vera í flokki eða eftir atvikum ekki.“

Aðspurð um hvort hún telji flokkinn hafa hafnað sér varðandi uppstillingu á framboðslista í kjördæminu svarar Erna því til að flokkurinn hljóti að hafa valið að stilla upp því sem talinn var vera besti listinn í þessu kjördæmi. „Og ég hef ekkert annað um það að segja.“

Þess má geta að Erna var varaþingmaður fyrir Miðflokkinn árið 2022. Þann 20. október síðastliðinn birti hún Facebook-færslu þar sem segir:

„Kæru vinir. Í gær sendi ég uppstillinganefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi framboð mitt til að leiða listann í komandi Alþingiskosningum. Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“