fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 10:30

Lýstar kröfur voru rúmlega 171 milljónir króna. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýstar kröfur í félagið LEV102 ehf voru rúmlega 171 milljón króna. Eignarhaldsfélagið stóð að baki reksturs veitingastaðarins Héðinn Kitchen & Bar að Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur.

Fyrr á þessu ári var greint frá gjaldþroti veitingastaðarins en þá var talið að kröfurnar næmu um 105 milljónum króna. Í Lögbirtingablaðinu í dag er greint frá því að við skiptalok búsins næmu kröfurnar 171.288.445 krónum. Engar eignir fundust í búinu.

Eigandi félagsins, Karl Viggó Vigfússon, stofnaði veitingastaðinn með Elíasi Guðmundssyni árið 2021. Eftir úrskurð héraðsdóms um gjaldþrot í janúar mánuði í fyrra greindi Karl frá því við mbl.is að staðurinn myndi halda áfram í óbreyttri mynd í nýju félagi. Staðnum hefur hins vegar verið lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag