fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Hinn sjötugi Róbert fékk loks ríkisborgararétt eftir mikla baráttu – „Spennufallið er búið“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. nóvember 2024 18:30

Róbert ætlar að sækja um vegabréf strax í vikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tveggja ára baráttu er hinn hálfíslenski Róbert Scobie, sem hefur búið mest alla ævina á Íslandi, orðinn ríkisborgari. Hann er ánægður með að málið hafi fengið farsælan endi eftir mikið stapp við Útlendingastofnun.

„Það fyrsta sem ég ætla að gera á mánudag er að fara til sýslumanns og fá mér vegabréf,“ segir Róbert sem fékk tilkynningu á fimmtudagskvöld um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari.

Á íslenska móður, eineggja tvíburabróður, eiginkonu og börn

DV fjallaði um mál Róberts í sumar en þá sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri og mágur Róberts, frá sögu hans.

Róbert, sem lengst af starfaði sem kokkur á sjó, á íslenska móður, eineggja tvíburabróður, eiginkonu og börn. Hann fæddist á Íslandi, ólst hér upp og gekk í skóla. Af sínum sjötíu árum hefur Róbert búið í 51 á Íslandi, þar af samfleytt síðan árið 1995.

Róbert á hins vegar bandarískan föður og bjó þar í landi með hléum um nærri tveggja áratuga skeið. Hann hafði alltaf haft bandarískt vegabréf en vildi einnig fá íslenskt fyrir tveimur árum síðan.

Ætla mætti að það myndi reyndast auðvelt mál fyrir mann sem er eins íslenskur og Róbert er. Það reyndist þó flóknara en á horfðist.

Fékk hann ítrekað höfnun frá Útlendingastofnun, bæði vegna þess að hann hafi ekki getað sýnt fram á nægar tekjur til að halda heimili á Íslandi, það er íslenska ellilífeyrinn, eða sakavottorð frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI.

Dróst og dróst

Róbert segir að upphaflega hafi Útlendingastofnun sent honum ranga pappíra til að fylla út. Það hafi tafið málið í byrjun. En vandræðin héldu áfram eftir að hann fékk réttu pappírana í hendurnar og skilaði þeim inn.

„Þetta dróst og dróst og þeir vildu fá alls konar vottorð og guð veit hvað meira. Þá ákvað ég að senda málið til Alþingis,“ segir Róbert.

Sjá einnig:

Mágur Valdimars fær ekki vegabréf þrátt fyrir að eiga íslenska móður, eiginkonu og tvíburabróður – Hefur búið 51 af 70 árum sínum á Íslandi

Eins og áður segir var sakavottorðið frá FBI ein helsta hindrunin. Þegar Róbert fékk skjölin í tölvupósti frá FBI áframsendi hann þau á Útlendingastofnun. En leið og beið og þegar Róbert spurðist fyrir um þetta þá kom í ljós að ekki var hægt að opna skjalið. Hafði dregist svo að opna póstinn að opnun skjalsins var firnt.

Sem betur fer hafði hann beðið  um aukaskjal í pósti. Hann afhenti Útlendingastofnun þá pappíra en fékk þá þau svör að það væri óvíst hvort þau yrðu tekin gild, þar sem hann hafði sjálfur opnað umslagið.

Ágætistilfinning

Það var hins vegar á fimmtudagskvöld að Róbert fékk loks sms um að hann ætti umslag á pósthúsinu. Þar kom loksins staðfestingin frá Útlendingastofnun um að hann væri orðinn ríkisborgari.

Aðspurður segir Róbert það vera ágætistilfinningu að verða orðinn ríkisborgari. Hann má nú til dæmis kjósa til Alþingis í lok mánaðar.

„Þetta tók tvö ár í heildina. Þetta er búinn að vera svolítill ferill en spennufallið er búið,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“