fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 16:45

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir Dananum Henry Fleischer fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Henry var ásamt tveimur öðrum dönskum mönnum ákærður og dæmdur fyrir að hafa smyglað rúmlega 157 kílóum af kannabisefnum til landsins.

Efnin fluttu þeir í skútunni Cocotte sem þeir sigldu úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Efnin átti að flytja til Grænlands þar sem þau áttu að fara á blómstrandi kannabismarkað þar.

Í texta Landsréttar segir meðal annars:

„Fíkniefnin fundust að langstærstum hluta aftarlega í skútunni bak við falskan vegg úr trefjaplasti sem hafði verið sparslaður og málaður. Var þar að finna fjölda umbúða sem hafði verið vakúmpakkað, eða alls 80 pakkningar sem hver vó um 2 kg og innihéldu þær flestar 20 ferningslaga kubba með mismunandi merkingum. Samkvæmt efnaskýrslu tæknideildar lögreglu var um að ræða alls 157.092 grömm af hassi sem hafði verið pakkað í alls 1.615 einingar og 40,52 grömm af maríhúana. Þá fundust í skútunni 23 veip-hylki með 23 millilítrum af kannabisblönduðum vökva sem meðákærði í héraði X gekkst við að hafa átt. Auk fíkniefnanna voru haldlögð hlífðargríma, slípirokkur og tvö GPS-tæki sem og farsímar í eigu ákærða og meðákærða X.“

Henry Fleischer hefur ávallt neitað sök í málinu og segist hafa verið blekktur til að taka þátt í einhverju sem hann vissi ekki hvað var. Hann segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum um borð í skútunni. Um þessar fullyrðingar hans segir svo í dómi Landsréttar:

„Við mat á trúverðugleika framburðar ákærða fyrir dómi er meðal annars til þess að líta að reikningsyfirlit sem liggur fyrir í gögnum málsins ber með sér að kaupverð skútunnar sem fíkniefnunum var komið fyrir í var greitt með millifærslu af reikningi ákærða ríflega þremur mánuðum fyrir siglinguna, nánar tiltekið 9. mars 2023 með millifærslu að fjárhæð 150.000 […]inn á reikning fyrrverandi eiganda skútunnar, P. Verður ráðið af reikningsyfirliti sem liggur fyrir í gögnum málsins að sama fjárhæð var millifærð frá þremur einstaklingum á reikning ákærða 6. febrúar 2023 með sex millifærslum, hverri að fjárhæð 25.000 […]. Ákærði ber því við að hafa ekkert kannast við síðastnefndar millifærslur á reikning sinn og hefði hann eftir að hann uppgötvaði þær óskað eftir að þær yrðu endurgreiddar. Fyrir liggur á hinn bóginn að þessir fjármunir voru ekki endurgreiddir þeim þremur einstaklingum sem lögðu þá inn á reikning ákærða, heldur voru þeir greiddir til seljanda skútunnar. Í framburði ákærða fyrir dómi kom nánar fram um þetta að hann þekkti ekki til þeirra sem lögðu fjármunina inn á reikning hans og hefði hann við endurgreiðsluna eingöngu farið eftir fyrirmælum sem hann hefði fengið um hvert ætti að endurgreiða þá. Hann myndi hins vegar ekki eftir því hver hefði gefið þau fyrirmæli en um hefði verið að ræða einstakling eða skrifstofu í […].“

Landsréttur metur framburð Henry um þessar millifærslur vera ótrúverðugan og þar með sé framburður hans um aðdraganda þess að hann fór í þessa ferð og um ferðina sem slíka, ótrúverðugur líka. „Þykir sýnt að ákærði hafi að minnsta kosti látið sér í léttu rúmi liggja að fíkniefni væru falin þar og hvert magn þeirra kynni að vera og hafi ásetningur hans með því staðið til þeirrar háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru,“ segir ennfremur.

Fangelsisdómur styttur

Landsréttur hikar því ekki við að staðfesta dóm Héraðsdóms um sekt Henry í málinu. Landsréttur mildar hins vegar refsinguna yfir honum. Í héraðsdómi var hann dæmdur í fimm ára fangelsi en Landsréttur dæmir hann í fjögurra ára fangelsi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni