fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2024 12:16

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, vísar því alfarið bug að Heimildin hafi átt aðkomu að gerð leyniupptaka þar sem erlendur aðili hljóðritaði samtöl við son Jóns Gunnarssonar, sérstaks fulltrúa forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, sem jafnframt er viðskiptafélagi föður síns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ingibjörg sendi á fjölmiðla fyrir stundu.

Jón steig fram í morgun og birti harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann sakaði blaðamenn Heimildarinnar, þá Helga Seljan og Aðalstein Kjartansson, um árás gegn fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingunni kemur fram að umræddar upptökur hafi farið í dreifingu og Heimildin hafi í kjölfarið haft samband við þá „aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á“ sem eru Jón og sonur hans.

Þá vísar Ingibjörg því á bug að Heimildin tengist Samfylkingunni einhverjum böndum eins og Jón ýjaði að í færslu sinni.

Yfirlýsingu Ingibjargar má lesa í heild sinni hér:

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra og nýskipaður sérstakur fulltrúi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heldur því fram í Facebook-færslu sem vitnað er til í fréttum flestra vefmiðla í dag og í viðtali við Bylgjuna að fréttamiðillinn Heimildin hafi átt aðild að „blekkingarleik“ og „njósnum“.

Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.

Upptökur af samtölunum hafa hins vegar farið í dreifingu. Heimildin hafði um helgina samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn er að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það er hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hefur fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum aðilum.

Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.

Jón gefur í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengist stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Heimildin er óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún er í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og er rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur.

Nánar verður fjallað um atburðarásina í Heimildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni