fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að þetta sýni að Pútín sé í vanda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2024 04:08

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að Rússar hafi fengið norðurkóreska hermenn til liðs við sig til að berjast í Úkraínu er skýrt merki um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé í vanda.

Þetta sagði Peter Viggo Jakobsen, hernaðarsérfræðingur og lektor við danska varnarmálaskólann, í samtali við BT.

Hann sagði að mikil þörf Rússa fyrir nýja hermenn sé greinileg og það megi meðal annars sjá í þeim bónusum sem menn fá fyrir að skrifa undir samning hjá hernum.

Í Belgorod-héraðinu fá menn sem svarar til rúmlega fjögurra milljóna íslenskra króna fyrir að skrifa undir samning við rússneska herinn.

Jakobsen sagði að það yrði mjög óvinsælt ef gripið verði til herkvaðningar og það vilji Pútín helst forðast. Þess í stað leiti hann hjálpar utan landsteinanna.

Jakobsen sagðist ekki telja að norðurkóresku hermennirnir breyti miklu á vígvellinum. Ef þeir verði 15.000 talsins, þá skipti það litlu máli. Það þurfi að vera miklu fleiri hermenn til að það fari að skipta einhverju máli varðandi gang mála á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn