fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segir engan vafa á að Kínverjar séu ósáttir við samstarf Rússa og Norður-Kóreu á vígvellinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 07:00

Hér sjást að sögn norðurkóreskir hermenn að taka við rússneskum búnaði. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kína, Rússland og Norður-Kórea tengjast sterkum böndum en ný og varhugaverð þróun í stuðningi Norður-Kóreu við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu raskar jafnvægi þessara vináttubanda.

Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga, þá er talið að Norður-Kóreumenn hafi sent, eða séu við það að senda, mörg þúsund hermenn til Úkraínu til að berjast með rússneska hernum.  Áður höfðu þeir séð Rússum fyrir flugskeytum, skotfærum og fleiru fyrir her þeirra.

Camilla Tenna Nørup Sørensen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þetta aukna samstarf Rússa og Norður-Kóreu falli ekki vel í kramið í Kína.

„Þegar ég les kínverska fjölmiðla og ræði við kínverska kollega mína, þá gætir greinilega mikils pirrings hjá þeim. Þeir líta á bæði Rússland og Norður-Kóreu sem ríki, sem eiga að hlusta á það sem Kína segir og reyna að taka með í reikninginn hvernig það, sem þeir eru að gera, hefur áhrif á kínverska hagsmuni. Þeir sjá þeir ekki frá þeim,“ sagði hún.

Kínverjar hafa árum saman verið helsta og nánast eina bandalagsríki Norður-Kóreu. Meðal annars sem stærsta viðskiptaland einræðisríkisins. Frá 1961 hefur varnarsamningur verið í gildi á milli ríkjanna og var hann endurnýjaður 2001. Þetta er eini varnarsamningurinn sem Kína hefur gert við annað ríki.

Norður-Kórea er hins vegar með tvo slíka samninga, hinn var undirritaður í júní og er við Rússa.

Sørensen sagði að eitt af því sem sameinar Rússa og Norður-Kóreumenn sé að bæði ríkin vilja draga úr því hversu háð þau eru Kína. Þau hafi bæði orðið sífellt háðari Kína á síðustu árum samhliða því að samband þeirra við Vesturlönd hafi versnað. Af þeim sökum styrki þau samstarf sitt núna og segir hún að það sé einnig tilraun af þeirra hálfu til að mynda mótvægi við Kína.

Þetta segir hún ekki þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar eiga erfitt með að beita ríkin miklum þrýstingi, sérstaklega Norður-Kóreu. Samhliða því að samband Kína við Bandaríkin versnar, þá hafa þeir sífellt meiri þörf fyrir Norður-Kóreu sem einhverskonar stuðpúða á milli Kína og fjölmennra bandarískra hersveita í Suður-Kóreu,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að almennt séð hafi Kínverjar ekki áhuga á að óstöðugleiki ríki á Kóreuskaga því það neyði Kínverjar til að beina sjónum sínum meira í þá áttina. Núna vilji Kínverjar beina sjónum sínum að Suður-Kínahafi, Taívansundi og Austkínverska-hafinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu