fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Illugi biður fólk að hafa varann á mönnum sem „ruglast“ við útidyr

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundur Illugi Jökulsson bendir fólk á að setja nágrannavörsluhattinn á sig, eftir að hann varð var við meintan innbrotsþjóf hjá nágranna sínum.

Í gærkvöldi milli 10 og 11 heyrði ég þrusk úti í nóttinni og þegar ég stökk út í glugga sá ég mann standa við dyr hjá nágranna mínum einum og munda síma sinn. Ég kallaði til hans með nokkrum þjósti og spurði hvað hann væri að gera og hann sagðist hafa ruglast aðeins og gekk svo hraðstíga burt,

skrifar Illugi í færslu á Facebook-síðu sína. En færslu hans var einnig dreift í íbúahópa miðborgarinnar.

Mér þykir augljóst að maðurinn hafi verið að taka myndir af útidyrum hér í Þingholtunum og ætli svo að færa myndirnar vinum sínum innbrotsþjófunum. í því sambandi er kannski vert að taka fram að maðurinn var auðheyrilega rammíslenskur. En mórall sögunnar er þessi: Hafið varann á ykkur ef þið sjáið menn vera að „ruglast aðeins“ við útidyr nágranna ykkar.

Gott er að gera ráð Illuga að sínu, þekkja nágranna sína í sjón hið minnsta og vita því hvenær ókunnugir einstaklingar eru að þvælast um við heimili nágrannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur
Fréttir
Í gær

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“
Fréttir
Í gær

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“