fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Fréttir

Vaxandi stríðsþreyta meðal Rússa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 04:30

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega verða tvö ár liðin síðan Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gaf her sínum fyrirskipun um að ráðast inn í Úkraínu. Pútín taldi að það yrði létt verk og löðurmannlegt að sigra úkraínska herinn og ná Úkraínu á vald Rússa. En annað hefur komið á daginn og herförin hefur reynst Rússum dýrkeypt.

Það er mikill stuðningur við stríðið meðal rússnesku þjóðarinnar en þar í landi má ekki kalla þetta stríð, þess í stað er þetta kallað „sérstök hernaðaraðgerð“.  En þrátt fyrir að það sé mikill stuðningur við stríðið þá er aukinnar stríðsþreytu farið að gæta meðal almennings en enn sem komið er eru engin merki um að skipulögð hreyfing, sem getur skorað ráðamenn í Kreml á hólm varðandi stríðsreksturinn, sé að verða til.

Umfjöllun rússneskra fjölmiðla um stríðið er stýrt af Kreml sem stjórnar flestum fjölmiðlunum eða beitir ritskoðun til að tryggja að sjónarmið Kremlverja stýri umfjölluninni. Þungar refsingar liggja við að mótmæla stríðinu eða bara að kalla stríðið, stríð. Það er því mjög erfitt fyrir hinn almenna rússneska borgara að fá yfirsýn yfir það sem er að gerast í Úkraínu.

Nýlegar tölur frá Levada, sem hefur í sögulegu samhengi verið áreiðanlegasta greiningarstofnun Rússlands, veitir nokkuð mótsagnarkenndar niðurstöður.

74% aðspurðra sögðust styðja það sem kallað er „sérstök hernaðaraðgerð“ en ef spurningin er orðuð aðeins öðruvísi segjast 57% vilja friðarviðræður en 36% vilja halda stríðsrekstrinum áfram.

Finnst þér þetta svolítið misvísandi eða jafnvel ruglingslegt? Það finnst Rússum einnig að mati Lev Gudkov, sem hefur stýrt Levada árum saman. Í samtali við Der Spiegel sagði hann að þrátt fyrir ritskoðun og kúgun skilji fólk að stríðið hefur gríðarlega eyðileggingu í för með sér og mikið mannfall hjá báðum stríðsaðilum. Þetta vekur þó hvorki samúð eða þá tilfinningu að Rússar beri ábyrgð. Áróðurinn getur drepið samúðina sagði Gudkov og vísaði þar til heilaþvottar rússneskra ríkissjónvarpsstöðva sem senda út and-úkraínskan áróður og hafa gert í rúmlega áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“
Fréttir
Í gær

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi
Fréttir
Í gær

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann
Fréttir
Í gær

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt