fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Stóra fíkniefnamálið: Játar þátttöku í stórfelldu kókaínsmygli með skemmtiferðaskipi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. september 2024 14:30

Hluti af málinu varðar smygl á kókaíni með skemmtiferðaskipi. Kókaínið var falið í pönnum eins og sést hér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem er á meðal 18 sakborninga í stóra fíkniefnamálinu svokallaða, sem einnig er kallað Sólheimajökulsmálið, hefur játað sök í þeim ákærulið sem snýr að honum.

Maðurinn er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 2.177,60 g af kókaíni sem falið var í tveimur pottum, og flutt fíkniefnin til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol sem lagðist við bryggju á Íslandi þann 11. apríl síðastiðinn. Sakborningurinn sem hefur játað kom með efnin ásamt öðrum manni til landsins, hann flutti efnin frá borði og afhenti þau öðrum sakborningi sem var handtekinn með efnin sama dag.

Mál þessa manns verður klofið frá málinu í heild og dæmt sér í því. Þá standa eftir 16 sakborningar og hefst aðalmeðferð í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 28. október næstkomandi.

Eins og DV greindi frá fyrr í mánuðinum hefur annar sakborningur í málinu játað sök. Sá er ákærður fyrir peningaþvætti, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Er honum gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. október árið 2023 móttekið 12 milljónir og 396 þúsund krónur í reiðufé, sem var afrakstur brotastarfsemi, frá öðrum sakborningi í málinu, á bifreiðaverkstæðinu Bílavogur við Auðbrekku 17 í Kópavogi.

Hann er sagður hafa geymt peningana í bíl sem hann ók sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna vímuáhrifa, um Álfabakka til móts við Sambíóin, en þar stöðvaði lögregla aksturinn. Hann er sagður hafa haft í vörslu sinni 9 töflur af lyfseðilsskyldu róandi lyfi.

Hann er ennfremur ákærður fyrir að hafa haft tæplega 30 grömm af amfetamíni á heimili sínu í Yrsufelli, en lögregla gerði húsleit þar.

Möguleiki er á því að fleiri sakborningar í málinu játi sök áður en aðalmeðferð hefst í málinu í lok október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax