fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Kurr meðal sjónvarpsfólks vegna Edduverðlauna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið greinir frá því í dag að kurr ríki meðal sjónvarpsfólks í ljósi þess að ekkert hefur frést af sjónvarpsverðlaunum Eddunnar sem til stóð að veita á haustmánuðum.

Í umfjöllun blaðsins er bent á að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hafi tilkynnt í lok síðasta árs að breytingar yrðu gerðar í þá veru að kvikmyndaverðlaun og sjónvarpsverðlaun yrðu afhent í sitthvoru lagi. Í frétt sem birtist á vef Eddunnar í desember í fyrra kom fram að fyrirkomulag sjónvarpsverðlauna yrði „kynnt innan tíðar“ en gert væri ráð fyrir að sú verðlaunaafhending færi fram haustið 2024.

Í frétt Morgunblaðsins kemur hins vegar fram að ekkert hafi frést af þessum verðlaunum og óþreyju sé farið að gæta meðal sjónvarpsfólks. Bent er á að kvikmyndaverðlaunin hafi verið afhent í apríl síðastliðnum.

Morgunblaðið hefur eftir Ingibjörgu Grétu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, að von sé á tíðindum af fyrirkomulagi sjónvarpsverðlauna innan skamms. Sjónvarpsstöðvarnar hafi ákveðið að vinna sjálfar að sjónvarpsverðlaunum og beðið sé eftir staðfestingu frá þeim varðandi fyrirkomulag og tímasetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“