fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Sprenging í rússneskri vopnageymslu var á við litla kjarnorkusprengju – Hvað hæfði hana?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 03:15

Sprengingin jafnaðist á við litla kjarnorkusprengju. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýbyggð vopnageymsla, við bæinn Toropets, langt inni í Rússlandi virðist hafa sprungið á miðvikudaginn. Að minnsta kosti varð gríðarleg sprenging í henni, svo mikil að hún jafnaðist á við litla kjarnorkusprengju. Hún kom fram á jarðskjálftamælum og mældist 2,8.

Vopnageymsla var vígð 2018 með pompi og prakt. Aðstoðarvarnarmálaráðherrann var viðstaddur og var mjög ánægður með bygginguna sem þótti mjög nútímaleg og átti að vera svo örugg að nánast ekkert gæti ógnað henni.

Hann sagði við þetta tækifæri að með tilkomu vopnageymslunnar væri hægt að koma í veg fyrir að ráðist væri á flugskeyti og skotfæri og þess utan væri geymslan sprengiheld og gæti nánast ekki brunnið. Að hans sögn uppfyllti hún hæstu öryggisstaðla á heimsvísu.

Hún er um fimm kílómetrar á lengd og hálfur annar kílómetri á breidd og er um 200 km austan við lettnesku landamærin. Þetta er, eða kannski var, ein stærsta vopnageymslan í Rússlandi.

Snemma á miðvikudagsmorguninn reis stórt sveppalaga eldhaf upp úr geymslunni og þrýstibylgjur brutu rúður í húsum í nágrenninu. Að mati ráðgjafa úkraínsku ríkisstjórnarinnar svaraði sprengingin til þess að 1,3 til 1,8 kílótonn af TNT hafi sprungið en það svarar til aflsins í lítilli kjarnorkusprengju.

Sprengingin mældist 2,8 á Richter á jarðskjálftamælum og gervihnattarmyndir sýndu reykský sem þakti rúmlega sex ferkílómetra svæði.

Rússnesk yfirvöld segja að sprenginguna megi rekja til þess að loftvarnarsveitir hafi skotið dróna niður yfir svæðinu og hafi brak úr honum valdið eldi sem slökkviliðsmenn hafi reynt að ná tökum á. Sögðu yfirvöld að slökkvistarfið hafi verið svo erfitt að flytja hafi þurft hluta íbúa Toropets á brott en þar búa um 11.000 manns.

Heimildarmenn innan úkraínsku leyniþjónustunnar segja að mikill fjöldi úkraínskra dróna hafi hæft geymsluna sem er um 460 kílómetra frá úkraínsku landamærunum.

Úkraínski miðillinn RBC segir að 100 drónar hafi gert árás á geymsluna samtímis.

Myndbandsupptökur frá Toropets staðfesta að drónar komu við sögu því bæði heyrast greinileg drónahljóð og þeir sjást fljúga yfir húsin í bænum.

Á öðrum upptökum heyrist einnig hljóð í flugskeyti eða álíka hlut á sama tíma og árásin stóð yfir. Þetta gæti bent til að Úkraínumenn hafi notað vestræn flugskeyti til árása á vopnageymsluna.

Jótlandspósturinn segir að það geti einnig verið önnur skýring á þessu hljóði. Úkraínumenn gætu hafa notað nýja tegund hraðfleygra dróna sem eru með þotuhreyfil í árásinni.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, skýrði frá því í lok ágúst að Úkraínumenn hefðu þróað prófað nýja tegund langdrægra dróna, með þotuhreyfla. Dróninn hefur fengið nafnið Palianytsia.

Ísraelskur hernaðarsérfræðingur birti upptökur af því sem er að sögn tilraunaflug drónans. Hann segir að hann geti borið 50 kg af sprengiefni og náð allt að 500 kílómetra hraða á klukkustund og dregið um 500 kílómetra.

Þetta er mun meiri hraði og meira drægi en hefðbundnir drónar búa yfir. Ísraelski sérfræðingurinn segir að svona drónar geti þó tæplega eyðilegt steyptar vopnageymslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“