fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Amfetamín falið í bjórflöskum og sjampóbrúsum – Lögreglan skipti út efnunum og setti hlerunarbúnað í staðinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur voru dæmd fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl amfetamíns í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Hlutu þau 2 til 6 ára fangelsi. Fíkniefnin voru flutt frá Þýskalandi í áfengisflöskum og í sjampó og nuddolíubrúsum.

Dómurinn féll síðastliðinn miðvikudag, 18. september. Fjögur hlutu þunga fangelsisdóma. Michal Szematowicz hlaut 6 ára dóm, Sólveig Júlía Linnet og Sigfús Már Dagbjartsson 3 ára dóma hvort og Wojciech Kaczorowski 2 ára dóm.

Michal var dæmdur fyrir að flytja inn, reyna að taka á móti og hafa í sinni vörslu 6.780 millílítrum af amfetamínbasa með 60 til 62 prósenta styrkleika. Voru efnin ætluð til söludreifingar hér á Íslandi.

Sólveig og Sigfús voru skráðir móttakendur fyrir sitthvorri sendingunni sem bárust 19. febrúar á þessu ári. Ónefndir menn í borgunum Bochum og Dusseldorf í Þýskalandi voru sendendurnir. Þau komu til að sækja sendingarnar ásamt Michal og áðurnefndum Woijciech þann 23. febrúar en þá hafði lögreglan haldlagt efnin á póstafgreiðslustöð Icetransport í Selhellu í Hafnarfirði.

Löggan fylgdist með

Í sendingunni sem var merkt Sigfúsi voru 9 áfengisflöskur sem innihéldu 3.310 millílítra af amfetamínbasa. Þetta voru 5 bjórflöskur í trékassa, 2 stórar kampavínsflöskur og 2 minni. Fundust efnin við almennt eftirlit tollgæslunnar.

Í sendingunni sem merkt var Sólveigu voru 16 snyrtivöruflöskur með samanlagt 3.470 millílítrum af efninu. Í báðum tilfellum lagði lögregla hald á efnin og skipti þeim út fyrir gerviefni og komið fyrir hljóðupptöku og staðsetningarbúnaði. Þá voru einnig farsímar hleraðir.

Michal var með Sigfúsi í bíl þegar hann sótti sendinguna. Michal keyrði Sigfús í Bónus verslun en hélt eftir efnunum og var handtekinn síðar um daginn. Eftir að hafa keyrt Sólveigu að sækja efnin keyrði Wojciech hana heim og var handtekinn síðar um daginn með sendinguna í sinni vörslu.

Við rannsókn málsins voru einnig notaðar myndbandsupptökur frá póstafgreiðslustaðnum. Sem og gerðar voru húsleitir og hald lagt á ýmsa muni, meðal annars fíkniefni og áhöld til íblöndunar. Við húsleitir fundust einnig fleiri bjórflöskur eins og þær sem efnin höfðu fundist í. Bæði efni og farsímar voru gerð upptæk í málinu.

23 milljónir í 1270 færslum

Í farsímagögnum mátti sjá samskipti á milli Michal annars vegar og Sólveigar og Sigfúsar hins vegar. Mátti sjá mikla sölu á svokölluðum oxy-lyfjum til margra aðila. Einnig við einstakling sem kallaður er „Plaski“ á samskiptaforritinu Signal. Í skilaboðum á milli Michal og Sólveigar sást að hinn fyrrnefndi hefði lagt pening inn á hana fyrir sendingunni eftir að hún upplýsti hann um að sendingin væri komin til landsins. Í bankaupplýsingum Michal sást að hann hafði fengið samanlagt um 23 milljónir króna í 1270 færslum frá ársbyrjun í fyrra.

Sakborningnarnir neituðu sök í málinu. Michal sagðist hafa verið að sækja pakka fyrir áðurnefndan Plaski og að færslurnar væru greiðslur fyrir stúdíótíma í hljóðverinu hans.

Sólveig sagðist hafa verið að sækja sendingu fyrir Michal, sem væri oxy-salinn hennar. Hún hefði gert það tvisvar áður. Hún hefði fengið 20 þúsund krónur fyrir þetta.

Sigfús og Wojciech vildu ekki tjá sig fyrir dómi en í skýrslutöku lögreglu sagði Sigfús svipaða sögu og Sólveig. Það er að hann hefði verið að sækja pakka fyrir oxy-salann sinn. Í skýrslutöku sagði Wojciech að Michal væri vinur sinn og hann hefði talið sig vera að ná í veip-vökva fyrir hann.

Umtalsvert magn hættulegra fíkniefna

Dómari taldi það yfir allan skynsamlegan vafa hafið að Michal hafi skipulagt póstsendingarnar. Framburður hans hafi verið óstöðugur og ótrúverðugur. Um sé að ræða talsvert magn hættulegra fíkniefna ætluð til sölu hér á landi. Þá var horft til þess að brotið var skipulega unnið í félagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér