fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 07:30

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvaðan kemur sannfæringin um að það sé hægt að sigra her Pútíns?“ Þessari spurningu varpaði þýski stjórnmálamaðurinn Ralf Stegner fram í viðtali við danska dagblaðið Politiken á sunnudaginn.

Í viðtalinu sagði hann einnig að Vesturlönd eigi að ganga til samninga við Rússa frekar en að sigra þá á vígvellinum, vegna þess að það sé ekki hægt.

Stegner er áhrifamikill í þýskum stjórnmálum en hann er talsmaður jafnaðarmanna í utanríkismálum.

Úkraínumenn hafa átt í vök að verjast í Donetsk síðustu mánuði en þar hafa Rússar sótt hægt og bítandi fram með ærnum tilkostnaði. Mannfall þeirra er gríðarlegt og þeir hafa misst mikið af hergögnum. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur sókn Rússa að bænum Prokrovsk stöðvast og eru hersveitir þeirra sagðar vera í um 10 km fjarlægð frá bænum. Hann er gríðarlega mikilvægur hernaðarlega séð og hafa Úkraínumenn lagt mikið í sölurnar til að halda honum.

Á sama tíma hafa Úkraínumenn náð töluvert stórum hluta Kúrsk-héraðsins í Rússlandi á sitt vald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga