fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Síbrotakonan Eva Marý í fangelsi fyrir fjölmörg brot – Áður dæmd fyrir að hóta ungbarni lífláti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. september 2024 14:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þann 30. ágúst síðastliðinn yfir Evu Marý Þórönnudóttur og dæmdi hana í átta mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot. Refsingin er ekki skilorðsbundin. Auk þess var áréttuð ævilöng ökuleyfissvipting Evu Marý.

Brotin varða meðal annars fjársvik og þjófnaði, akstur undir áhrifum vímuefna og árás á kvenkyns leigubílstjóra sem Eva Marý sló utan undir. Brotin voru framin á tímabilinu 2019 til 2023 en töluverður dráttur varð á rannsókn og málaferlum. Eva Marý játaði öll brot sín skýlaust fyrir dómi.

Eva Marý á að baki langan lista af afbrotum í gegnum árum og hefur nafn hennar oft komið fyrir í fréttum, meðal annars vegna baráttu hennar við fíknisjúkdóm. Mannlíf gerði málum hennar skil fyrir nokkrum árum. Í lok desember árið 2020 birti Mannlíf frétt þess efnis að Eva Marý hefði sent hjálparkall inn í fjölmennan Facebook-hóp þar hún sem rakti örlagasögu sína, sagðist vera á leiðinni í meðferð og óskaði eftir fjárframlögum.

Mannlíf greindi síðan frá því í annarri frétt um miðjan janúar árið 2021 að þann sama dag og Eva Marý birti hjálparkallið á Facebook hefði henni verið birt ákæra þar sem hún var sökuð um að hóta því að taka ungbarn af lífi. Eva Marý var þá ákærð fyrir eftirfarandi skilaboð á Facebook:

„Ég hef engu að tapa“
„Ég hef misst allt“
„Það gerir mig hættulega“
„Já þetta er hótun“
„Ég kem heim til ykkar og ég kæfi barnið þitt“
„Mér er skítsama“
„Ég væri að gera því greiða“
Fyrir þessar hótanir var Eva Marý dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Í þeim dómi sem hér um ræðir kemur fram að brotaferill hennar nær allt aftur til ársins 2016. Meirihluti brota hennar varða akstur undir áhrifum vímuefna.

Auk átta mánaða fangelsisdóms var Eva Marý dæmd til að greiða leigubílstjóranum sem hún sló utan undir rúmlega 125 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík