fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Okkar helsti jöklafræðingur gagnrýnir á að boðið sé upp á íshellaskoðanir á sumrin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Björnsson, jöklafræðingur og prófessor emiritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir það vera stórhættulegt að bjóða upp á íshellaferðir á sumrin. Helgi segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag en bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur gaf sig í Breiðamerkurjökli og annar slasaðist.

Helgi er okkar helsti fræðimaður um jökla og hann er gagnrýninn á að boðið sé upp á íshellaferðir yfir sumartímann.

Helgi bendir á að íshellar myndist þar sem ár koma undan jökli og göngin stækki stöðugt þegar líður á sumarið.

„Það er hins veg­ar þannig að þegar hætt­ir að renna vatn um þá og komið er haust þá standa þessi göng opin og þá er kannski hægt að fara þarna inn og þannig hafa nú þess­ar ferðir verið til að skoða þessa ís­hella. Til skamms tíma var þetta bara gert á haust­in, í októ­ber eða nóv­em­ber þegar bráðnun er búin og kom­in svona kyrrð yfir þetta og leys­ing­ar bún­ar,“ segir Helgi við Morgunblaðið og bendir á að hellarnir séu stöðugt að breytast yfir sumartímann.

„Þeir verða til frá vori og yfir sum­arið og eru þá stöðugt að breyt­ast og stækka og mikið um að vera í jökl­in­um. Hann er á meiri hreyf­ingu og að ryðjast fram og það get­ur þá verið var­huga­vert að vera að flækj­ast þarna inni í þess­um ís­hell­um,“ segir Helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“