fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

98% kínverskra banka hafa hafnað greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum síðasta mánuðinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2024 07:00

Rússneskar rúblur eru eiginlega bara eldsmatur á alþjóðavettvangi. Mynd:getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kína er mikilvægasta viðskiptaland Rússlands og þess utan er Kína eiginlega næstum því eina landið sem rússnesk fyrirtæki hafa aðgang að. Nú geta þessar dyr verið við það að lokast því refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi eru farnar að bíta meira og það á líka við um kínverska markaðinn.

Síðasta mánuðinn hafa 98% kínverskra banka hafnað greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rússneska miðilsins Izvestia. Fram kemur að þetta eigi við um litla sem stóra banka og um greiðslur með kínverska gjaldmiðlinum yuan og rússneskum rúblum.

En nú virðist þessi greiðsluleið vera að lokast og því leita rússneskir bankar logandi ljósi að götum í netinu.

Rússnesk fyrirtæki hafa ekki getað greitt með dollurum og evrur síðan ESB og Bandaríkin lokuðu fyrir aðgang rússneskra banka að alþjóðlega greiðslukerfinu Swift í kjölar innrásarinnar í Úkraínu. Af þeim sökum hafa fyrirtækin neyðst til að nota yuan og rúblur.

Business Insider segir að skýrsla Izvestia virðist vera trúverðug, ekki síst vegna þess að Izvestia styður ráðamenn í Kreml og hefur því yfirleitt tilhneigingu til að draga úr áhrifum refsiaðgerðanna á rússneskan efnahag.

Business Insider segir að það sem fram kemur í skýrslunni sé einnig hlut af þróun sem er að eiga sér stað. Í frétt rússneska miðilsins Kommersant kemur fram að í júlí hafi kínverskir bankar hafnað 80% af greiðslu rússneskra fyrirtækja í yuan. Miðillinn segir einnig að Bank of China, sem er einn stærsti fjárfestingabanki heims, virðist hafa lokað Rússlandsdeild sinni en hún sá einmitt um að taka við og móttaka greiðslur í yuan.

Þessi þróun þarf ekki að koma algjörlega á óvart því í desember opnaði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fyrir fleiri möguleika til að setja fyrirtæki, utan Vesturlanda, á svartan lista ef þau hjálpa rússneskum fyrirtækjum við að sniðganga refsiaðgerðirnar. Bandaríkjaþing samþykkti álíka reglur í maí.

Í febrúar setti ESB nokkur kínversk fyrirtæki á svartan lista vegna fjárhagslegra tengsla þeirra við Rússland og fleiri bættust á listann í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Í gær

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi