fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Þrír handrukkarar handteknir í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 07:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um átök í heimahúsi. Að sögn lögreglu voru þessir þrír að rukka inn skuld með tilheyrandi látum og ofbeldi.

Sá sem fyrir árásinni varð er ekki talinn mikið slasaður en var þó fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Lögreglu var svo tilkynnt um umferðarslys og þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að ökumaður var ölvaður. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Hótelstarfsmaður óskaði svo eftir aðstoð lögreglu við að vísa ölvuðum gesti í byrtu. Að sögn lögreglu var gesturinn „búinn með alla sénsa“ og eftir að eigur hans voru sóttar inn á herbergi þá hélt hann sína leið.

Lögregla fékk svo tilkynningu um að ekið hefði verið á hjólreiðamann. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist hjólreiðamaðurinn vera óslasaður. Málið var unnið samkvæmt venju og að því loknu fóru allir sína leið.

Lögregla handtók svo tvo einstaklinga og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig vaknaði grunur um að bifreiðin væri stolin. Bæði voru handtekin og vistuð í fangageymslu grunuð um þjófnað á bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Í gær

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“