

Sá sem fyrir árásinni varð er ekki talinn mikið slasaður en var þó fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Lögreglu var svo tilkynnt um umferðarslys og þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að ökumaður var ölvaður. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins.
Hótelstarfsmaður óskaði svo eftir aðstoð lögreglu við að vísa ölvuðum gesti í byrtu. Að sögn lögreglu var gesturinn „búinn með alla sénsa“ og eftir að eigur hans voru sóttar inn á herbergi þá hélt hann sína leið.
Lögregla fékk svo tilkynningu um að ekið hefði verið á hjólreiðamann. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist hjólreiðamaðurinn vera óslasaður. Málið var unnið samkvæmt venju og að því loknu fóru allir sína leið.
Lögregla handtók svo tvo einstaklinga og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig vaknaði grunur um að bifreiðin væri stolin. Bæði voru handtekin og vistuð í fangageymslu grunuð um þjófnað á bílnum.