fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Það sem Pútín hræðist mest hefur ræst

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 07:00

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í stríðinu við rússneska innrásarherinn hefur Úkraínumönnum tekist að sýna fram á ótrúlega getu til að koma þessum miklu öflugri óvini sínum á óvart. Frá því að hernaður Rússa hófst í febrúar 2022, hafa Úkraínumenn skorað móralskt hvetjandi stig gegn óvini sínum. Óvænt innrás þeirra á rússneskt landsvæði í síðustu viku, er miklu dramatískari en fyrri aðgerðir þeirra. Hún hófst á sama tíma og vestrænir hernaðarsérfræðingar virtust vera sammála um að Vladímír Pútín væri að sigra í grimmdarlegu og slítandi stríði við litla nágrannann og gæti þvingað Úkraínu til að fallast á kröfur hans á næstu mánuðum. Vesturlönd voru því jafn hissa á atburðunum og Kremlverjar.“

Þetta segir í inngangi greinar eftir Mark Almond í The Independent. Hann vitnar í orð Pútíns frá á sunnudaginn þegar hann sagði að Úkraínumenn hafi farið „yfir öll leyfileg mörk“ með því að hertaka rússneskt landsvæði og neyða mörg þúsund almenna borgara til að leggja flótta .

Almond bendir á að ákveðinn ótti sé uppi um að Pútín muni grípa til umfangsmikilla hefndarárása í kjölfar orða hans um að hann muni „grípa til harðra aðgerða til að svara innrásinni“.

Hann bendir á að efasemdafólk efist um hversu skynsamleg innrás Úkraínumanna sé en segir síðan að með innrásinni hafi Úkraínumenn veitt áróðursmaskínu Pútíns í Rússlandi þungt högg sem og þeirri mynd sem hefur verið dreginn upp um gang stríðsins í Úkraínu.

Almond segir svo geti farið að innrásin geti hugsanlega gert að verkum að Úkraína og Rússland geti sest niður og rætt frið til að komast úr þeim ógöngum sem löndin eru í. Það gæti að hans mati bjargað andliti bæði Pútíns og Zelenskyy.

Hann segir að góður árangur Úkraínumanna á vígvellinum á síðustu dögum geti veitt Zelenskyy afsökun fyrir að hefja friðarviðræður vegna þess að nú standa þeir mun sterkar að vígi en áður en þeir réðust inn í Rússland. Þá hafi ríkisstjórn Zelenskyy verið þögul að undanförnu þegar vinir Rússa, til dæmis Kína og Tyrkland, hafi rætt um hugsanlegt vopnahlé, jafnvel friðarskilmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri